Lágmark að slita og skilastjórnir verði eftirlitsskyldar

Þessum lögverndaða þjófnaði úr þrotabúum verður að linna.  Því þetta er ekkert annað en þjófnaður.  Setja verður lög sem tryggja gegnsæi og skilvirkni.  Núna mega menn dunda sér nánast ótakmarkað við að ljúka skiptum.  Þetta getur ekki talist eðlilegt á neinn mælikvarða.  Eins má velta því fyrir sér hvort vel fari á því að dómarar skipi félaga sína úr stéttinni í þessi embætti. Sérstaklega þegar haft er í huga að oftar en ekki þarf að reka mál fyrir þessum sömu dómurum í sambandi við uppgjör á eignum þrotabúanna og samþykkt á kröfum.  Eðlilegast er að kröfuhafar komi sér saman um skiptastjórnanda og síðan verði allt eftirlit með ferlinu á ábyrgð Fjármálaeftirlitsins.  Ef kröfuhafar ná ekki saman þá verði það Sýslumenn sem tilnefni menn sem ráðuneyti dómsmála verði að samþykkja eða hafna.  Þannig tilhögun ætti að tryggja gegnsæi og eyða tortryggni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband