28.9.2012 | 06:09
Brýnasta forgangsverkefnið núna
Síðustu alþingiskosningar fóru fram á meðan þjóðin var í losti. Það hlýtur að vera skýringin á því að mörgum hrunverjum tókst að ná kosningu. Þetta má ekki gerast aftur. Hvað mikið sem okkur kann að greina á um leiðir þá verðum við að sameinast um að hafna þessu fólki afdráttarlaust í komandi prófkjörum, uppstillingum eða forvölum. Jóhanna, Össur, Kristján Möller og Björgvin Guðni voru öll í brúnni þegar Heimdallarfleyið strandaði. Þau áttu ekkert tilkall til þess að krefjast aðkomu að endurreisninni. Sama gildir um bjálfana í sjálfstæðisflokknum sem höfðu ekki vit á að draga sig í hlé. Einar Kristinn, Þorgerður Katrín, Guðlaugur styrkjakóngur, Bjarni Ben og Pétur Blöndal og hvað þeir allir heita. Það hefur verið mikið hvíslað um að flest þetta fólk hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bankakerfinu í aðdraganda hrunsins. Að sumir hafi verið heppnari en aðrir. Tekist að losa sig við hlutabréf og bankabréf og komið öllu sínu á hreint. Þessar hviksögur eru óþolandi fyrir fólk sem tapaði öllu sínu. Ef hrunverji telur á sig hallað með þessum áburði þá verður sá hinn sami að hreinsa mannorð sitt. Leggja fram afrit af skattskýrslum 2005-2009, bæði sínar eigin og maka. Ef þá kemur í ljós að hann hefur ekki notið innherjaupplýsinga eða óeðlilegra niðurfellinga á skuldum þá getur hann boðið sig fram til þings, annars ekki. Ef ekki er hægt að treysta heiðarleika þingmanna þá er ekki hægt að byggja upp traust á löggjfanum. Svo einfalt er það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.