13.10.2012 | 09:02
Súrt vín í gömlum belg
Samstaða vill engar kerfisbreytingar í sjávarútvegi. Enda er þessi varaformaður þeirra fyrrum framleiðslustjóri hjá Granda ef mér skjátlast ekki. Að innkalla aflaheimildir og úthluta aftur til þeirra sem starfa í greininni er sama stefna og Vinstri grænir boða í nýja fiskveiðifrumvarpinu. Og þessar klisjur um sjálfbærni og hagkvæmni eru eingöngu til þess ætlaðar að kasta ryki í augu almennings. Rányrkja getur alveg verið sjálfbær og það sem er hagkvæmt fyrir einstaklinginn er ekki endilega hagkvæmt fyrir heildina.
Því miður þá hefur enginn stjórnmálamaður, sem mark er takandi á lýst yfir vilja til að leggja niður kvótakerfið og taka fiskveiðiráðgjöfina til endurskoðunar. Allir bulla þessir menn og konur um auðlindarentu til ríkisins. Skatt sem þau megi nota til að stækka báknið. Auðlindarenta hljómar vel þó enginn skilji í raun hvað í því felst. Hvorki stjórnmálamenn, hagfræðingar né kvótagreifar virðast leggja sama skilning í hugtakið. Og á meðan menn karpa um alger aukaatriði þá heldur ruglið í sjávarútveginum áfram. Auðvitað eiga menn að hafa hugrekki til þess að bylta kerfi sem virkar ekki. Það er engu að tapa en allt að vinna fyrir þjóðfélagið. Þjóðfélag sem riðar á barmi gjaldþrots, þar sem skuldir eru farnar að nálgast tvöfalda þjóðarframleiðslu þarf að skipta um stefnu. Hætta að sóa verðmætum og fara á fullt í framleiðslu og gjaldeyrissköpun. Þar eigum við fiskinn í sjónum. Losum okkur við auðlindaræningjana og leyfum byggðunum að blómstra. Leggjum niður skattpíningu og skuldasöfnun til að halda uppi fölskum lífskjörum. Ef menn vilja skattleggja fiskveiðar þá er nærtækast að taka fast gjald af hverju seldu kílói og kalla þann skatt hráefnisgjald. Það er eina raunhæfa og sanngjarna leiðin til að innheimta skatt af þessari atvinnugrein. Veiðigjald og sérstakt veiðigjald eins og nú er innheimt, mismunar mönnum og veitir pólitíkusum og ráðherrum völd. Um þau snúast stjórnmál. Stjórnmál snúast ekki um hugsjónir ef einhver heldur það ennþá! Stjórnmál snúast um að ota sínum tota og stjórnmálapakkinu varðar ekkert um þjóðarhag. Þetta ættum við að vera búin að læra 108 árum eftir að við fengum fyrsta ráðherrann.
Vilja innkalla aflaheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 09:29 | Facebook
Athugasemdir
1. Öll skip skulu selja aflann í gegnum fiskmarkað, bæði ferskann og frystann.
2. Veiðin gefin frjáls öllum bátum og skipum sem eru með íslenskt veiðileifi.
3. Bannað að endurnýja skip nema að taka úr rekstri (úrelda) jafna stærð í aflvísi skipa.
4. Aðeins má bæta við flotann án úreldingar, smábátum undir 10 m , með vélum undir 100 hö.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 13.10.2012 kl. 19:20
Það er síðan hægt að innheimta ca 3% af sölu verði aflans á fiskmörkuðum sem auðlindargjald
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 13.10.2012 kl. 19:23
Sæll Hallgrímur og takk fyrir innlitin. Það sem ég hef við þetta að bæta er að í viðleitni manna til að bæta kerfið þá sjást menn ekki fyrir. Ég er alfarið á móti að hefta atvinnufrelsi manna með of strangri löggjöf. Það er miklu affarasælla að byggja á samfélagssátt heldur en strangri löggjöf. Menn finna alltaf smugur til að fara í kringum lög en menn sem brjóta á sínu samfélagi eiga alltaf erfitt uppdráttar.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.10.2012 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.