15.11.2012 | 16:25
Breytingar framundan í sjávarútvegi
Nú hriktir í undirstöðum hins svívirðilega gjafakvótakerfis. Sumir stórútgerðarmenn sjá sæng sína útbreidda og hafa selt illa fengnar aflaheimildir og skip á undanförnum mánuðum undir yfirskini hagræðingar þótt raunin sé þó sú, að þessir aðilar eru bara að innleysa hagnaðinn af kvótabólunni áður en hún springur. Þessir menn, Hjörtur Gíslason hjá Ögurvík og Guðmundur í Brimi reikna ekki með því að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda eftir næstu kosningar. Þeir sjá fyrir sér að vilji þjóðarinnar um innköllun aflaheimilda nái fram að ganga, annað hvort í gegnum stjórnvöld eða þjóðaratkvæðagreiðslu við breytingar á stjórnarskránni. Þetta er skynsamleg framtíðarsýn. Við getum ekki byggt lengur á kvótakerfi sem engar fiskifræðilegar forsendur eru fyrir og sem bæði brýtur á atvinnuréttindum og búseturéttindum landsmanna. Þessa framtíðarsýn skortir hjá forystu útvegsmanna og sjómanna og endurspeglast í þeim hnút sem kjaramál hafa verið í síðustu ár. Sjómenn og útvegsmenn eiga að geta samið um kjaramál án aðkomu stjórnvalda. Samskiptin eiga ekki að byggja á ofbeldi og hótunum stórútgerðarmanna fyrir milligöngu Friðriks Jóns. Ef menn þar á bæ sjá ekki að sér og fara að haga sér eins og ábyrgir þjóðfélagsþegnar þá munu þeir missa yfirráð yfir veiðiheimildum fyrr en síðar. Það vilja þeir ekki og þess vegna verða hófsamir menn innan LÍÚ að koma vitinu fyrir Þorstein Má og hlaupatíkina hans, Friðrik Jón Arngrímsson. Ég vil að útgerðarmenn og sjómenn snúi bökum saman og leiði þær breytingar sem óhjákvæmilega verða. það yrði ömurlegt ef stjórnmálamenn færu að deila og drottna í krafti lagasetningar.
Deilan enn í hnút | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.