15.11.2012 | 16:59
Af hverju Svavar?
Ef Hæstiréttur telur ástæðu til að áfellast fréttaflutning RUV og Svavars Halldórssonar af fjármálamisferli Bankanna og útrásardólganna þá þarf greinilega að breyta þeim lögum sem Hæstisréttur byggir á eða skipta um dómara. Upplýsingaskyldu fjölmiðla má ekki hefta með lagatækni. Ef Svavar hefur brotið einhver lög þá verður að draga alla hina líka fyrir dóm sem ekki hafa sparað stóryrðin í umfjöllun um málefni Jóns Ásgeirs, Pálma í Fons og allra hinna skúrkanna. Hvað með bloggara eins og Pál Vilhjálmsson og Jónas kristjánsson? Að ég tali ekki um litla mig..Og hvað með Sigrúnu Davíðsdóttur? Og Láru Hönnu og Teit Atlason? Greinilegt er að Hæstiréttur er á villigötum í túlkun laganna eða þá að Alþingi þarf að skýra anda laganna og tryggja betur tjáningarfrelsi almennings og upplýsingaskyldu fjölmiðla. Ef hægt er að kæfa niður gagnrýna umfjöllun í krafti illa fengins auðs þá er verið að vega að einni grunnstoð samfélagsins. Vonandi verður þetta ekki hin endanlega niðurstaða í málinu. Hæstiréttur hefur áður verið gerður ómerkur orða sinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.