21.11.2012 | 18:11
Nýtt hlutabréfa svindl í uppsiglingu
Ég hef fylgst með stöðu Flugleiða eða Icelandair Group eins og félagið heitir víst í Kauphöllinni, allt frá 2009. En eins og kunnugt er hrundi verð hlutabréfa í kjölfar hrunsins og þau félög, sem ekki fóru í þrot eða nauðasamninga fengust keypt á hrakvirði. Icelandair var þannig yfirtekið af fyrrum eigendum með Sigurð Helgason í broddi fylkingar. Sigurður hafði, nota bene, áður selt sinn hlut með ævintýralegum hagnaði á hárréttum tíma! En saga hlutabréfamarkaðarins á Íslandi, er saga innherjaviðskipta og innherjasvika og þess vegna ekkert skrýtið þótt fjárfestahópurinn, sem Sigurður fer fyrir, hafi notað tækifærið í kjölfar hrunsins, til að yfirtaka gott rekstrarfélag á hrakvirði. En það sem vekur upp efasemdir í mínum huga, er hvort markaðurinn hafi eitthvert vit á flugrekstri eða hvert raunverulegt verðmæti Icelandair er! Sigurður Helgason og félagar keyptu sína hluti á 1 krónu og núna stefnir verðmæti hlutar í 10 krónur samkvæmt spá Arion banka. Er þetta ekki alveg galið? Tíföld hækkun án þess að ein einasta flugvél hafi verið keypt eða að efnahagsreikningurinn hafi stækkað að ráði. Allt byggt á spekulasjónum um áfram haldandi gott gengi þ.e. einhverjar óskilgreindar væntingar fylgja kaupum á þessum bréfum en ekki ískalt mat. Þeir sem eiga þá sjóði sem nú kaupa hvað mest ættu að staldra við og spyrja sína menn hvort ekki sé verið að kaupa á yfirverði eins og raunin var með öll viðskipti sem bankar báru ábyrgð á fyrir hrun. Takið eftir hverjir eru að selja og hverjir að kaupa.
Stefnir og MP banki kaupa í Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.