RUV breytir frétt (Vefur liggur niðri)

 ruv_1181558.jpg

 RUV hefur skammast til að taka út logo The Pirate Bay við frétt sína á vefnum um stofnun Pírataflokksins á laugardaginn. Hvort það hafi verið vegna gagnrýni minnar eða að einhverjum yfirmanni hafi blöskrað þegar hann mætti í vinnu í morgun, skal ósagt látið. Alla vega var fréttinni breytt klukkan 8:20 og í stað myndar af sjóræningjavefsíðunni umdeildu, er komin ljómandi góð mynd af Birgittu Jóns.  En netið geymir allt. Það þurfa allir að hafa hugfast og sérstaklega fréttamenn sem vilja láta taka sig alvarlega

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekki alveg vandamálið. Nafnið kallar á mynd af sjóræningja. Pírati minnir reyndar líka á prímata. Ef píratar hafa kvartað þá minna þeir mest á Prince og táknmynd hans. Tómt klúður.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 16:04

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Elín, gagnrýni mín beinist að myndrænni framsetningu.  Með því að birta akkúrat þessa mynd þá er verið að setja samasem merki milli Pírataflokksins og ólöglegs niðurhals. Þetta er alþekkt í auglýsinga og áróðurstækni.  Hvað fyndist þér til dæmis um það ef alltaf væri birt mynd af Finni Ingólfssyni þegar birt væri frétt um spillingu eða af Guðlaugi Þór þegar fjallað væri um mútur?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.11.2012 kl. 16:19

3 identicon

Ef Guðlaugur Þór skráir sig sem Mútu-Gulla í símaskrá eða ef Finnur kynnir sig fyrir alþjóð sem spillingakóng Íslands þá þætti mér broslegt ef þeir kvörtuðu yfir því að aðrir tækju þá bókstaflega.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband