23.11.2012 | 18:09
Af hverju er verið að eyða tíma og mannauð í hugmyndir Nubo?
Menn spyrja; "Hver er munurinn á að leigja Nubo Grímsstaði eða selja kínverskum fjárfesti Café Reykjavík"? Svarið er einfalt. Munurinn er 300 ferkílómetrara (300.000x300.000 metrar) Á þessum 300 km² er hægt að skipuleggja frá 1000 uppí 3000 leigulóðir. Margföldum hverja lóð með 4 og þá er ekki erfitt að sjá fyrir sér 4 til 12 þúsund manna kínverska nýlendu á Grímsstaðajörðinni innan ekki svo langs tíma. Finnst mönnum þetta vera allt í lagi? Trúir einhver á jólasveininn?
![]() |
Sendir frekari gögn um áform sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jú jú, okur gengur bara vel hér. Þetta er bara svona!! Þú verður bara að borga!! Af hverju eru að væla?? Þetta eru algengustu svörin í dag og fáum við ekkert viðráðið einsamlir, en með stofnun ríkisstjórnar sem er alveg sér á báti og deilir landinu upp í 4-5 sjálfstæð svæði og sem sér um allt sitt án afskipta "gömlu stjórnarinnar" ss. fiskveiðar, skóla,banka, lögreglu, og allt sem tilþarf til að reka gott þjóðfélag, hún myndi spjara sig og fljótlega fá allt fólkið með sér. Einfalt og gott??.
Eyjólfur Jónsson, 23.11.2012 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.