ESB þráhyggjan

ESB aðildin kom inn í pólitíska umræðu eins og fellibylur í kjölfar nauðungarsamþykktar þingmanna sumarið 2009.  Óþarft er að fjölyrða um áhrif þessarar umsóknar á pólitíska geðheilsu landsmanna. Hún birtist okkur oft á dag í síbilju sömu raka aftur og aftur.  Þetta lýsir hreinni þráhyggju og er hvorugum málstaðnum til framdráttar.  Hitt stendur eftir að þetta aðildarferli hefur klofið þjóðina í herðar niður sem engin dæmi eru til um önnur deilumál.  Þess vegna ættu allir aðilar að sameinast um að draga umsóknina til baka og leggja allt kapp á að græða sár sundurlyndisins.  ESB aðildin er andvana fætt gæluverkefni og hefur komið í veg fyrir umræðu og lausnir á viðfangsefnum stjórnvalda.  Öllum umræðum og ákvörðunum er slegið á frest og vandanum velt á undan.  Allt vegna þess að menn hafa ekki kjark til að viðurkenna, að þeir hafi engar lausnir fram að færa.  Gunnar Tómasson hagfræðingur hefur verið iðinn við að benda á þau hagfræðilegu mistök sem Seðlabankinn er að gera en það er ekkki tekið mark á hans viðvörunum frekar en hugmyndum Lilju Móses.  Ef menn draga aðildarumsóknina til baka strax í haust þá gefst raunverulegt tækifæri til að ræða efnahagsmál við frambjóðendur í næstu Alþingiskosningum og fá að vita hvort þeir hafi yfirleitt nokkrar hugmyndir fram að færa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða afstöðu hafa Píratar til aðildarumsóknar?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 10:46

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég veit það ekki Elín. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.11.2012 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband