Ömurlegur blekkingarleikur í boði Framsóknar

sdg.jpgEkki veit ég hvort er verra, viðtöl stjórnarliða við erlenda fjölmiðla eða hin kostulega gagnrýni hrunvaldanna á Alþingi.  Bjarni Ben og Sigmundur Davíð eiga að vita að afleiðingar falls bankakerfisins urðu þúsundfalt meiri vegna blekkingarleiks stjórnvalda við að tala upp stöðu bankanna sem í raun voru orðnir ógjaldfærir árið 2006.  Við vissum það ekki þá og almennt vissu alþingismenn það ekki en Davíð vissi það og Halldór vissi það og Geir og Árni vissu það.  Og formaður stjórnar FME vissi það.  Þess vegna má draga þá ályktun að Ingibjörg Sólrún hafi vitað það líka.  Alla vega þá var farið með þessa vitneskju sem mannsmorð.  Ekki mátti segja neitt sem fellt gæti spilaborgina sem bankarnir sannanlega voru.  Því auðvitað voru fjárfestar áhyggjfullir.  Þeir áttu mest á hættu. 

Sama er að gerast aftur í dag.  ÍBL er í raun gjaldþrota og það er raunveruleg hætta á að hann fari í þrot.  Af hverju má þá ekki segja það sem allir eru að hugsa?  Afhverju er kauphöllin að setja upp þetta leikrit?  Er verið að búa til þrýsting á stjórnvöld?  Ef það er ástæðan þá hefur það tekist.  Óvinsæl ríkisstjórn kaupir sér vinsældir á kosningaári og skeytir þá ekki um þjóðarhag.  Margt bendir til að vandi ÍBL sé óviðráðanlegur.  Og það er á ábyrgð Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem breyttu útlánareglum sjóðsins. 

Fyrir 2 dögum voru fréttir um vanda Háskólavalla.  Ég hef ekki séð neina umfjöllun um þessa frétt.  Vita menn ekki að bróðir Árna Matt var aðalmaðurinn á bak við ránið á fasteignum á Keflavíkurvelli.   Og þeir voru svo ósvífnir að láta ÍBL fjármagna allt sukkið!  Hve stór hluti af vanda ÍBL ætli tengist spillingarpólitík Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar?  Guðmundur Bjarnason var jú framkvæmdastjóri sjóðsins þega hann var eyðilagður.  Það er von að litlu pabbastrákarnir sem nú ráða í Framsókn og Sjálfstæðisflokki hræðist alla umræðu um vanda ÍBL.  Þeir vita að þá mun það koma í ljós, sem markaðurinn þolir ekki að horfast í augu við.  Að bréfin þarf að færa niður.  Þarf eitthvað að setja upp leikrit?  Sjá ekki allir að Sigríður Ingibjörg var aðeins að  segja það sem öllum er ljóst sem vilja vita.


mbl.is „Sérstakur liður í efnahagsvandanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband