Fésbókarfíkn er samfélagsböl

Margir fullorðnir tala um tölvufíkn unglinga en átta sig ekki á eigin stjórnleysi varðandi hömlulausa notkun samfélagsmiðla.  Ég er sannfærður um að þessi fíkn er stór skýring á lélegri framleiðni íslenskra starfsmanna.  Hér er látið óáreitt þótt fólk hangi og slugsi og verði ekkert úr verki heilu dagana vegna tímans sem fer í að læka og kvitta fyrir allt á fésbókinni og netmiðlunum. Síðan þegar þarf að vinna verkin er það gert í eftirvinnu eða jafnvel næturvinnu!  Ég hef áður bloggað um þessa fíkn en fékk þá yfir mig gusur vandlætingarinnar.  Það er allt í lagi. Ég held samt áfram að benda á þetta böl og það kemur að því að yfirmenn starfsmannamála taka við sér og setji fólki strangar reglur.  Það er full þörf á samstilltu átaki allra sem málið varðar.  Opinberra fyrirtækja jafnt sem einkageirans.  Fésbókarráp á aðeins að stunda heima hjá sér í eigin tíma.  Ekki í vinnunni og ekki í skóla eða á opinberum stöðum eins og kaffihúsum eða bókasöfnum, öryggisins vegna.
mbl.is Reknir fyrir notkun á samfélagsmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband