29.11.2012 | 14:00
Á pari við Guðna Ágústsson
Hvers vegna er það frétt þótt flokkaflækingur sem ekkert hefur til málanna að leggja gangi á milli flokka? Hef aldrei skilið af hverju Bjarni er svona fjölmiðlavænn. Hann er ekki einu sinni skemmtilegur. Ekki frekar en Guðni Ágústsson sem er svo sjálfhverfur að hann heldur að það sem hann segi sé fyndið. Guðni og Bjarni eru báðir aðhlátursefni vegna eigin persónu og hallar á hvorugan í þeim efnum.
Bjarni farinn úr VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hugsaði slíkt hið sama þegar ég las pistil Egils um kappann. "Lokal Grösse" í henni Reykjavík, en eiginlega bara peð.
Og hvaða máli skiptir að maðurinn sé "fjörugur og frumlegur". Eða að hann "hatist ekki við útlendinga og innflytjendur". Er það að verða stór "Tugend" innbyggjara. Grein Egils hefði verið góð minningargrein, en til allra hamingju er Bjarni enn ofan jarðar, þó hann eigi varla eftir að gera stóra hluti.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.