29.11.2012 | 14:34
Yfirgengileg forræðishyggja
Þessi gegndarlausa forræðishyggja kellinganna á Alþingi hefur náð nýjum hæðum nú þegar Pétur Blöndal er genginn til liðs við þær. Eða eins og segir í frétt Viðskiptablaðsins;
Menn hafa verið plataðir til að kaupa hlutabréf, sem hurfu. Það vantar illilega neytendavernd á fjármálamarkaði, segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann skoraði á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirpurnartíma á Alþingi í morgun að taka á þessum neytendamálum. Pétur sagði að fylgjast verði með mörgu fleiru, svo sem sækni fólks í lán. Menn nota yfirdrætti eins og að drekka vatn, sagði hann og mælti með að eftirlitið verði vistað hjá Neytendastofu.
Ég sem hélt að Pétur virti frelsi einstaklingsins framar öllu! Persónulega finnst mér allt of langt gengið í að vernda fólk gegn sjálfu sér. Fólk á að hafa leyfi til að hegða sér eins og það kýs svo fremi að það skaði ekki aðra. Út á það á lagasetning að ganga. Ekki segja fólki hvað því sjálfu er fyrir bestu. Eina stjórnmálaflið sem berst fyrir frelsi í dag er því Píratar. Ekki Sjálfstæðisflokkurinn og ekki Dögun eða Ný Framtíð og alls ekki kellingaflokkarnir Samfylking og VG eða Framsóknarflokkur Sifjar Friðleifs, sem er verst af þeim öllum og mikið fagnaðarefni að losna við hana af Alþingi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Facebook
Athugasemdir
Barátta fyrir frelsi er nátengd baráttu fyrir fullveldi. Hver er afstaða Pírata til ESB. Hefurðu séð stefnuskrána Jóhannes?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 15:19
Nú þurfum við að fara að kynna okkur stefnuna Elín. Eða bara ganga í flokkinn og móta hana!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.11.2012 kl. 15:48
Hvers vegna þurfti Birgitta að stofna enn einn flokkinn? Hvað var það við Hreyfinguna / Dögun sem henni mislíkaði? Hefði hún gengið á vegg ef hún hefði viðrað frelsishugsjónir sínar við félaga sína í Hreyfingunni / Dögun? Á hverju strandaði?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 15:54
Ég hef mínar skýringar. Veit ekki hvort þær eru réttar. En Birgitta átti aldrei samleið með þessu fólki í raun. Hennar áherzlur liggja allt annars staðar en t.d Margrétar og Þórs. Birgitta er anarkisti eins og t.d Jón Gnarr. En anarkismi hefur á sér slæma ímynd að ósekju en það er samt ástæðan fyrir því að Birgitta kýs að stofna Pírata flokk en ekki ganga til liðs við borgara flokka eins og Dögun. Píratar eru samt í grunninn anarkistar eða stjórnleysingjar sem mér finnst betra orð.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.11.2012 kl. 16:04
Birgitta stofnaði Borgarahreyfinguna Jóhannes. Fannst henni nafnið vont?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 16:13
Örugglega, hún er jú í Hreyfingunni núna og Hreyfingin er aðeins til utan um eitt stefnumál. Að koma á lýðræðisumbótum.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.11.2012 kl. 16:42
Hreyfingin var stofnuð utan um aðeins eitt stefnumál en þau voru ekki með sömu áherslurnar?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.