Prinsipleysið í stjórnmálunum

fifl.jpgMér finnst að þeir sem fara út í stjórnmál með hugsjónir og stefnumál í farteskinu, allt of fljótir að að gleyma út á hvað þeir voru kosnir. Sérstaklega veldur það vonbrigðum þegar menn hafa uppi stór orð um sín göfugu markmið og skrifa jafnvel greinar í blöð og netmiðla til að kynna hugsjónir sínar.  Í mörg ár hefur til dæmis kvótakerfið verið gagnrýnt.  En þegar farið er að skoða þá gagnrýni, þá sést fljótt að hjá flestum byggir hún á öfund, upphrópunum og þekkingarleysi á atvinnugreininni.  Út á þetta gera svo pólitíkusarnir.  Í síðust kosningum voru nokkrir þingmenn afgerandi í afstöðu sinni til kvótakerfisins.  Það voru þau Ólína Þorvarðardóttir,  Róbert Marshall og Lilja Rafney Magnúsdóttir.  Þessir einstaklingar náðu allir kjöri út á stefnumál sín.  Við þessa þingmenn voru því skiljanlega bundnar miklar vonir að þau stæðu við stóru orðin og kvótinn yrði innkallaður strax.  Þess vegna eru líka vonbrigðin mest gagnvart þessu fólki sem hefur ekki staðið við stóru orðin.  Er ekki prinsip fólk!

Níels Ársælsson birti í gær gamla grein eftir Lilju Rafney.  Þessi grein er skrifuð í janúar á þessu ári.  Hvernig hefur Lilja beitt sér á þingi í að lagfæra gallana?  Ég minnist nú ekki á Róbert Marshall, þann arma þrjót. Um leið og hann var kominn í 4 ára skjól sem þingmaður þá gleymdi hann kosningaloforðunum og klæddist felulitum Samfylkingar í öllum prinsipmálum.  Og slikt er hans skítlega eðli, að hann skiptir um flokk án þess að skipta um flokk í von um að redda sér áfram inn á þing í þetta góða job þótt hann hafi engar hugsjónir, enga sérþekkingu og enga hæfileika!  Já er nema von að traust til þingmanna sé lítið.  Það er helst að Ólína hafi reynt að andæfa en hún má sín lítils gegn kjaftöskum eins og Birni Val og Steingrími J, sem staðið hafa þétt að baki stórútgerðinni og engu viljað breyta sem skiptir máli.  Ég minnist ekki á Jón Bjarnason, sem hagaði sér bara eins og skæriliði inní ráðuneytinu.  Lét engan vita hvað hann var að bauka fyrr en búið var að sparka honum.  Þá fór hann að sína lífsmark.  Þvílík mannvitsbrekka sem sá maður er og guðsgjöf fyrir andstæðinga VG!

Og nú á enn að krukka í ónýtt kvótakerfið til að friðþægja einfeldningunum, sem enn trúa, að Steingrímur og Jóhanna séu að vinna í þágu þjóðarinnar.  En þau eru mestu svikararnir af þeim öllum því þau ætluðu aldrei að breyta neinu.  Enda eru það þau sem bera mesta ábyrgð á ranglætinu.  Þau voru í stjórn þegar framsalið var leyft.  Þá fyrst gátu greifarnir farið að braska með það sem þeir áttu ekki.  Við skulum hafa það á hreinu hvar ábyrgðin liggur fyrst og fremst.

Kerfið verður að leggja niður og fólk verður að átta sig á að draumurinn um auðlindarentu er bara draumur.  Fiskurinn í sjónum er bara tegund í útrýmingarhættu eins og allat aðra dýrategundir á jörðinni.  Hvernig getur hann þá verið auðlind?  Fólk verður að hætta að lepja upp bullið í mönnum eins og Þórólfi Matthíassyni og Þorvaldi Gylfasyni og öðrum svonefndum auðlindahagfræðingum.  Auðlindir eru bara námur og efni sem eru í takmörkuðu magni og ekki endurnýjanleg.  Það eru auðlindir.  Allt annað eru hlunnindi.  Á þessu tvennu verða menn að fara að gera greinarmun.  Fyrr komumst við ekkert áfram í að semja um réttláta nýtingu hlunnindanna.

Sjávarútvegurinn er ein grundvallarstoð þessa samfélags.  Ég geri mér fulla grein fyrir því.  En mér finnst aðgerðir stjórnvalda gagnvart greininni vera skemmdarverk.  Þau eru að höggva í meginstoð sem heldur samfélaginu uppi með ómarkvissu krukki.  Það er ekki það sem þarf. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband