3.12.2012 | 14:21
879 sérfræðingar í fiskveiðistjórnunarkerfum
Heilir 879 einstaklingar svöruðu könnun MMR, sem vann PR verkefni fyrir LÍÚ nýlega. Þessir 879 einstaklingar töldu sig vita nógu mikið um fiskveiðistjórnarkerfi í löndunum í kringum okkur til að svara og leggja mat á íslenska kerfið. Ég fullyrði að þessi könnun er eitt allsherjar lyga áróðurs bragð af hendi LÍÚ og þessu fyrirtæki MMR til skammar að hafa sett sinn stimpil á þessa keyptu niðurstöðu.
Ásgrímur Tryggvason, BSc. | Sérfræðingur | asgrimur | 578 5607 |
Birkir Örn Gretarsson, BSc. MSc. | Sérfræðingur | birkir | 578 5604 |
Einar Birgir Björgvinsson, BSc. | Sérfræðingur | einar | 578 5603 |
Linda Björk Jónsdóttir, BS. ML. | Vaktstjóri | linda | 659 5616 |
Ólafur Þór Gylfason BA., MSc. | Framkvæmdastjóri | olafur | 578 5601 |
Þetta er fólkið sem stendur að MMR. Hér með skora ég á þetta fólk að upplýsa okkur fávísan almúgann, sem er ekki sérfræðingur í fiskveiðistjórnunarkerfum, hvernig úrtakið var valið? Mér vitanlega þá er aðeins einn aðili á Íslandi sem getur svarað svona könnun heiðarlega. Það er hinn keypti sérfræðingur LÍÚ í Háskóla Íslands. Lögfræðingurinn með langa titilinn, Helgi Áss Grétarsson, sem er titlaður opinberlega, sem sérfræðingur í fiskveiðistjórnarkerfum við Lagastofnun Háskóla Íslands. Enginn annar íslendingur hefur gert tilkall til að kalla sig sérfræðing í fiskveiðistjórnarkerfum. Ekki einu sinni því íslenska. Hvernig getur þá MMR, sóma síns vegna spurt svona spurningar? Og að birta niðurstöðuna sem eitthvað sem mark er takandi á eru svik við kaupandann, LÍÚ. Nema að hér sé um vísvitandi áróðursbragð að ræða sem það auðvitað er. Eru engin takmörk fyrir siðleysinu í atvinnulífinu? Getur LÍÚ keypt alla til þjónustu við sig?
Um 72% telja íslenska kvótakerfið betra en í öðrum löndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.