Það sem ekki má

Hér fer að verða vandlifað.  Ég fæ ekki betur séð en allt sem ekki er beinlínis leyft er nú bannað eða á góðri leið með að verða bannað.  Ég tók stikkprufu úr Google leit og niðurstaðan var sjokkerandi:

Banna getuskiptingu í íþróttum
Banna smálán
Banna verðtryggingu
Banna fjárhættuspil
Banna vændiskaup
Banna reykingar og sölu á tóbaki
Banna áfengisauglýsingar
Banna trúboð í skólum
Banna fréttaflutning í dómsmálum
Banna myndatökur í dómshúsum
Banna langa púttera
Banna lúðuveiðar
Banna búrkur
Banna glóperur
banna lausafjárgöngu
Banna umskurð
Banna ofbeldi í kvikmyndum
Banna klám
Banna rjúpnaveiði
Banna nektardans
Banna verðmerkingar frá birgjum
Banna sölu plastpoka í verslunum
Banna landakaup útlendinga

Og þetta er bara smábrot af því sem fulltrúar okkar hafa annaðhvort samþykkt eða lagt til undanfarin 4 ár.  Sumt er smávægilegt, annað nauðsynlegt en flest flokkast undir fáránlega forræðishyggju sem ekki er ásættanleg fyrir fullorðið fólk.  Hvað verður um ábyrgð einstaklingsins þegar ábyrgðin er tekin af honum?  Og hvað um ábyrgð uppalandans?  Fulltrúalýðræði fylgir líka ábyrgð.  því miður hefur hrunið fætt af sér öfga í átt til alræðis.  Það getur vel verið að skortur á reglufestu hafi átt einhverja sök á hruninu en sá skortur getur aldrei réttlætt þá öfga sem nú vaða uppi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband