Vindstig í sjóveðurspám

Ég er einn af þeim sem hef ekki skilið rök Veðurstofunnar fyrir að hætta að nota Beaufort skalann til að tákna vindstyrk í veðurspám.  En samt eru þeir enn að gefa út stormviðvaranir! Með því að hætta að nefna hvassviðri, rok og fárviðri þá fær almenningur ekki lengur tilfinningu fyrir vindstyrk í veðri.  Meira að segja gamall sjóhundur eins og ég tengi ekki lengur þessar upplýsingar um metra á sekúndu við raunverulegan vindstyrk.  Þegar skilti fráVegagerðinni segir að vindhraði undir Hafnarfjalli sé 25 metrar þá er ég litlu nær.  En ef það segði að undir Hafnarfjalli væri stormur þá myndi ég staldra við og ef þar væri rok þá myndi ég hætta við að vera á ferðinni.  Því rok og ofsaveður er ekkert ferðaveður.  Eins held ég að sjómenn sakni gömlu veðurspánna.  Þegar ég var til sjós fyrir vestan þá fórum við í land þegar spáð var stormi.  Það var ekkert verið að storka neinu með það.  Núna grunar mig að ungir skipstjórnendur hafi ekki þessa tengingu lengur.  Nýlegur skipsskaði og nýlegt óhapp á Vestfjarðamiðum eru til marks um þessa kenningu.  Að spá 30 metrum á Halamiðum er ekki forsvaranlegt gagnvart lífi og limum sjómanna.  Rok og ofsaveður er ekkert til að hafa í flimtingum og allra síst á Vestfjarðamiðum

VindstigVindhraði (hnútar)Vindhraði (m/s)Vindhraði (mi/klst)Meðalvindhraði (m/s)HeitiÖlduhæð (m)SjólagAðstæður á landiMynd0123456789101112
0<0,200,2Logn0Lygnt.Rólegt.Beaufort scale 0.jpg
1-30,3-1,51-31,1Andvari0,1Gárur.Vindur hreyfir reyk.Beaufort scale 1.jpg
4-61,6-3,34-72,5Kul0,3Litlar smáöldur.Vindur finnst á húð. Lauf skrjáfa.Beaufort scale 2.jpg
7-103,4-5,48-124,7Gola0,6Stórar smáöldur.Lauf og smágreinar slást til.Beaufort scale 3.jpg
11-165,5-7,913-186,7Stinningsgola1,0Litlar öldur.Ryk og laus pappír fýkur til. Litlar greinar hreyfast.Beaufort scale 4.jpg
17-218,0-10,719-249,7Kaldi2,0Miðlungsstórar, langar öldur. Dálítið löður og úði.Minni tré svigna.Beaufort scale 5.jpg
22-2710,8-13,825-3112,2Stinningskaldi3,0Stórar hvítfyssandi öldur og úði.Stórar greinar hreyfast. Erfitt að nota regnhlíf.Beaufort scale 6.jpg
28-3313,9-17,132-3815,6Allhvasst4,0Sjór hrannast upp og löðrið myndar rákir.Heil tré hreyfast. Erfitt að ganga móti vindi.Beaufort scale 7.jpg
34-4017,2-20,739-4618,9Hvassviðri5,5Nokkuð háar hvítfyssandi öldur og særok. Löðurrákir.Sprek brotna af trjám, Vindurinn tekur í bíla á ferð.Beaufort scale 8.jpg
41-4720,8-24,447-5422,5Stormur7,0Háar öldur með þéttu löðri. Ölduhryggir hvolfast. Mikið særok.Minni skemmdir á mannvirkjum.Beaufort scale 9.jpg
48-5524,5-28,455-6326,7Rok9,0Mjög háar öldur. Yfirborð sjávar er hvítt og haugasjór. Skyggni minnkar.Tré rifna upp. Töluverðar skemmdir á mannvirkjum.Beaufort scale 10.jpg
56-6328,5-32,664-7230,8Ofsaveður11,5Gríðarlega stórar öldur.Almennar skemmdir á mannvirkjum.Beaufort scale 11.jpg
>63>32,7>72Á ekki viðFárviðri14+Risaöldur. Loftið fyllist af löðri og úða. Hafið er alveg hvítt. Mjög lítið skyggniMiklar almennar skemmdir á mannvirkjum.Beaufort scale 12.jpg

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Veit ekki afhverju ekki er hægt að setja inn þessa töflu.  Kannski er hún of breið.  En slóðin er hérna  Það sem menn þurfa að leggja á minnið er að allur vindstyrkur yfir 25 metrum á sekúndu er varhugaverður.   25 m/sekúndu samsvarar roki á Beaufort skala

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.12.2012 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband