Varðandi meint málþóf um fjárlögin

Ég játa það að ég lét áróður hinna sjálfhverfu, sjálfskipuðu umræðustjóra alnetsins glepja mér sýn um stundarsakir.  Málþóf hefur á sér neikvæðan blæ og er til að tefja framgang lýðræðisins. Því lýðræðið snýst jú um að meirihlutinn getur alltaf kúgað minnihlutann!  En svo staldraði ég aðeins við og mundi eftir að það er einmitt í Fjárlögum ríkisins sem stefna stjórnvalda og áherzlur fyrir komandi ár birtast.  Undanfarin 3 þing hefur lítil sem engin umræða verið um fjárlögin í þinginu.  Ég hef saknað þess.  Nú hins vegar hefur hefðin verið brotin og það fer fram frjó og málefnaleg umræða um stefnu ríkisstjórnarinnar sem birtist í fjárlögum ríkisins 2013.  Hvernig getur það flokkast undir málþóf?  Og hafa þeir sem öskra sig hása yfirleitt hlustað á umræðurnar frá Alþingi?  Ef þeir hafa gert það og bulla samt um málþóf þá vita þeir ekki hvað málþóf er.  Ég er enginn málsvari stjórnarandstöðunnar nema síður sé en ég fagna þessari umræðu og það væri betur að meirihlutinn tæki þátt í umræðunni og breytti fjárlögunum m.t.t ýmissa góðra athugasemda stjórnarandstöðunnar.  Fjárlaganefnd er ekki alvitur.  Allir þingmenn eiga að sinna skyldu sinni og setja sig inn í fjárlögin og taka þátt í umræðunni. En hér eins og í svo mörgu varðandi ráðslag ríkisstjórnarinnar, þá gildir flokksaginn ofar sannfæringu þingmanna SF og VG.  Kannski var prófkjörsslagurinn svo tímafrekur að þeim vannst ekki tími til að sinna þingskyldu sinni eða þá að þau hafa gefist upp og vita að stjórnarsetunni er lokið.  Alla vega þá verða nokkrar frekjudósir varla endurkjörnar í vor.  Þá verður of seint að láta gott af sér leiða.  Það mættu margir stjórnarþingmenn hugsa út í.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og við þá sem benda á að lítill tími sé eftir af þessu þingi og mörg stór mál bíði umræðu og afgreiðslu þá segi ég bara að það sé algerlega í höndum Ástu Ragnheiðar hvernig hún stjórnar þinginu.  Hún getur lengt starf þingsins, stytt jólafríið og fellt niður starfsdaga og kjördæmisdaga og alla þessa frídaga.  Og hún getur sett á mætingaskyldu í þinginu og látið þingstörfin ganga smurðar með minni formfestu.  En að kúga menn með næturfundum er jafn fáránlegt og að neyða börn til að klára matinn sinn.  (Ég hef reynslu af því og það virkar ekki )  Og ég hef áralanga reynslu af verkstjórn og ég gef stjórninni á þinginu falleinkunn.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.12.2012 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband