Niðurlæging Guðbjarts

landspitalinn_ils.jpgGuðbjartur Hannesson mun ekki marka nein spor í stjórnmálasöguna.  Guðbjartur hefur ekki risið til mannvirðinga innan Samfylkingarinnar vegna forystuhæfileika.  Hins vegar er hann lægsti samnefnari þingflokksins og því falið að sætta ólík sjónarmið. Afleiðingarnar sjáum við svo í endurteknu klúðri Guðbjarts. Hann byrjaði á því að klúðra innköllun kvótans. Þarnæst klúðraði hann allri samstöðu heilbrigðisstéttanna og núna er hann á góðri leið með að klúðra framtíð Íbúðalánasjóðs.

 

 
keppni.jpgÞað er alveg sama hvernig á stuttan feril Guðbjarts í pólitík er litið.  Niðurstaðan er alltaf sú að þar fer pólitískur einfeldningur sem á þar ekkert erindi.  Maður með engar lausnir.  Samfylkingin er illa sett ef Guðbjartur verður kosinn formaður vegna þess að hann er lægsti samnefnarinn.  Næstu kosningar munu snúast um innköllun kvótans og þá mun þáttur Guðbjarts í því stóra klúðri verða rifjaður upp. Fleiri stór mál verða í kastljósi næstu kosninga.  Ef Guðbjartur á ekki betri svör en þau sem hann gaf í kastljósviðtalinu í kvöld þá ætti hann að draga sig í hlé og hætta í pólitík.  Við þurfum ekki fleiri bjána á þing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband