Geðveiki kostar

olafurf.jpgRuglið í borgarstjórnarflokkum í Reykjavík á síðasta kjörtímabili ætlar að verða okkur Reykvíkingum dýrt.  Og enn er verið að bæta á þær álögur með nýlegum dómi Hæstaréttar.  Öll þekkjum við söguna af því hvernig Ólafur F. Magnússon var plataður af Sjálfstæðismönnum til að mynda meirihluta og binda þannig enda á 100 daga stjórn Dags B Eggertssonar. Ólafur var á þessum tíma í veikindafríi vegna veiklunar á geði en það kom ekki í veg fyrir siðlaust baktjaldamakk Vilhjálms af Eir og Kjartans Orkuveitubana. Það sem síðan gerðist vita ekki allir.  En í krafti stöðu sinnar sem borgarstjóri þá lét Ólafur greiða lögbundið framlag Reykjavíkurborgar til stjórnmálaflokka inn á sinn prívatreikning en ekki inn á reikning Frjálslynda Flokksins.  Alla tíð síðan hefur Frjálslyndi Flokkurinn barist við Borgina að fá þennan pening í staðinn fyrir að fara í mál við Ólaf eins og eðlilegt hefði verið.  Nú 5 árum seinna hefur fallið dómur , Frjálslynda Flokknum í vil. En kaldhæðnin sem lýsir sér í þessu öllu er samt sú að Frjálslyndi Flokkurinn þurrkaðist út í Reykjavík í síðustu sveitastjórnarkosningum og þurrkaðist síðan út af Alþingi í síðustu Alþingiskosningum en samt fá þeir milljónir úr vasa okkar Reykvíkinga fyrir enga vinnu í þágu Borgarbúa.  Og svo dirfist Sigurjón Þórðarson að hælast um og  lítillækka Jón Gnarr sem átti þó enga sök á neinu nema að gæta hagsmuna Reykvíkinga.   Vonandi lætur hann þó þessa blóðpeninga renna til góðra verka en ekki í eigin vasa sinn og vina sinna.  Mætti benda á fyrrum varaformann til eins dags, Ásgerði Jónu Flosadóttur, sem örugglega gæti notað nokkrar milljónir nú fyrir jólin í þágu skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar.  Þá mætti segja að fénu væri ekki algerlega á glæ kastað. En bottom lænið er þó að lögin um opinbera styrki til stjórnmálaflokka sem sveitarfélögum er gert að inna af hendi á að nema úr gildi strax!  Mannlegir harmleikir eins og Borgarstjóratíð Ólafs Magnússonar mega ekki endurtaka sig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband