Ófyndið skaup

pall_og_jeppinn.jpgSé tekið tillit til þess að geðheilsa landsmanna fyrsta dag ársins, er háð því hversu til tekst með Áramótaskaup Sjónvarpsins, þá er það vítavert hversu lítinn metnað leikstjóri skaupsins fyrir árið 2012, lagði í verkið.  Á mínu heimili horfðu 3 ættliðir á þetta dæmalausa skaup og öllum bar saman um að það væri bara alls ekki fyndið. Og ekki aðeins hefði það verið leiðinlegt, heldur klysjukennt og hlaðið aulafyndni og til að kóróna illa gerðan texta þá var eins og leikararnir hefðu ekki heldur gaman af því sem verið var að gera.  Eg er sennilega eini íslendingurinn sem hafði ekki séð þetta bjánalega kóreska myndband á Youtube en að hafa það sem theme í skaupinu var algerlega á skjön við íslenska fyndni. Hraðfréttirnar voru fyndnar en þetta skaup var ekki fyndið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Skaupið- lengsti auglýsingpakki ársins á besta útsendingatíma. Eymundsson, Lyf og heilsa, World Class, Lyfja, 66 Norður, Arionbanki.......og bla, bla. Það var selt feitt inn í skaupið fyrir háar upphæðir í anda frjálshyggju vinstri stjórnar RÚV. Þjóðin plötuð til að halda að við værum að fara að horfa á grínþátt.

Í lokasöngnum var klykkt út með boðskapnum; Látið ykkur finnast það gott að hafa það skítt og verið ofsahrædd við velmegun og Davíd Oddson. Skammist ykkar rækilega íslenska þjóð ef ykkur dettur í hug að langa í gott líf.

Úr áróðursskaupinu mátti einnig lesa að orðljótur athugsemdahópurinn inn á DV - kommentum er farin að snúast gegn ríkistjórninni, reynt að þagga niður í þeim líka.

Sólbjörg, 1.1.2013 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband