5.1.2013 | 17:18
Björn Valur ennþá fullur..
af heift í garð forsetans í nýjum pistli. Þetta dæmalausa jóla og nýjársfrí alþingismanna fer greinilega illa í togaramanninn Björn Val. En í þetta sinn skýtur hann langt yfir markið. Er bæði með munnsöfnuð og fer rangt með. Ég veit ekki með aðra en mér finnst óþarfi af alþingismanni að kalla forseta Íslands forsetabjánann. Menn geta haft skoðanir á orðum og gerðum forsetans, en þá eiga menn að fjalla um þann ágreining málefnalega ef þeir vilja láta taka mark á sér. Ef Björn Valur hefur áhyggjur af sjálfstæði Alþingis þá ætti hann frekar að beina gagnrýni sinni að ríkisstjórninni og húsbónda sínum, Steingrími Jóhanni. Það er ríkisstjórnin sem rýrir völd Alþingis en ekki forsetinn. Þessu stendur til að breyta í nýrri stjórnarskrá meðal annars. Og forsetinn hefur bent á að völd forsetans eigi eftir að aukast verði ný stjórnarskrá samþykkt óbreytt. Hvernig getur hann þá verið að hafa áhrif á eigin stöðu eins og svo margir hatursmenn hans éta upp eftir hver öðrum? Ég legg til að Björn Valur fari nú að kynna sér tillögur stjórnlagaráðs og fari að fjalla um þær efnislega og hætti þessum skætingi gagnvart mönnum sem standa honum langt um framar vitsmunalega
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.