Ég er sammála Sigríði Ingibjörgu

agnes_biskup.jpgÞað er fráleitt af kirkjunni að fara af stað með söfnun á landsvísu til tækjakaupa fyrir Landsspítalann. Við erum sammála um að heilbrigðismál séu kostuð af almannafé en ekki af frjálsum framlögum.  Núna segja menn á Landsspítalanum að það vanti 1 milljarð á ári næstu ár til að koma tækjakosti spítalans í viðunandi horf. Þetta fé á að koma úr ríkissjóði.  Það er lýðskrum af þingmönnum að styðja hugmyndir Agnesar biskups.  Kirkjan getur hins vegar lagt ýmislegt af mörkum til samfélagsins. Það skortir ekki verkefnin. En því miður þá eru prestar þjóðkirkjunnar uppteknari af eigin kjaramálum en neyð samborgaranna svo ég er ekki bjartsýnn á að biskup geti nokkuð barið þá til auðmýktar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband