Karpið um Ríkiskirkjuna

prestar.jpgKarpið um þjóðkirkjuna, sem margir vilja kalla ríkiskirkju, tekur á sig ýmsar myndir. Nú síðast eru orð Sigríðar Ingibjargar tilefni orðaskaks þeirra sem vilja leggja kirkjuna niður og hinna sem vilja treysta hana í sessi.  Minni hluti landsmanna vildu í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu hafa kirkjuskipan óbreytta. Undirritaður þar með talinn.  En nú snýst deilan ekki um þetta.  Deilan snýst um hvort kirkjan sé ríkisstofnun eða ekki og hvort sóknargjöld séu eyrnamerkt á fjárlögum sem lögbundið framlag til reksturs kirkjunnar.  Um þetta þarf í raun ekkert að deila. Biskupsstofa er ríkisstofnun og fær greitt samkvæmt fjárlögum hverju sinni. Ef halli er á fjárlögum þá er hluturinn sem fer til kirkjunnar sama hlutfall af yfirdrættinum og allra hinna ríkisstofnanna. Það er ekki lengur eyrnamerkt á fjárlögum það sem menn kalla sóknargjöld. Þessu er ólíkt farið með RUV svo menn skilji muninn. Biskupsstofa sér um að greiða prestum laun og deila sóknargjöldum til safnaða. Þannig er Kirkjan ekkert annað en ríkisstofnun.  Þessu vil ég breyta. Ég vil þjóðkirkju sem rekur sig sjálfa en ekki stofnun sem rekin er af ríkinu. Norðmenn hafa stigið þetta skref og við getum margt lært af þeim. Sigríður Ingibjörg hafði lög að mæla þegar hún hún minnir á hræsnina sem umlykur orðræðuna um kirkjuna.  Kirkjan á að taka mark á þessari gagnrýni en ekki svara í hroka og sjálfsbyrgingi eins og Jóna Hrönn og margir aðrir ríkisstarfsmenn á framfæri Biskupsstofu hafa gert.  Auðmýkt er það sem kirkjuna skortir mest.  Og aðferð Agnesar til að auka vinsældir og goodwill kirkjunnar minnir mig á söguna af fariseanum.  Agnes hefur gleymt að stærstu góðverkin eru þau, sem unnin eru í kyrrþei og af auðmýkt. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband