Það er þetta með Bjarta framtíð

gudmundur-steingrimsson.jpgÉg skil ekki fylgistölur Bjartrar framtíðar í desember könnun Gallup. Það er skuggalegt ef flokkur sem samanstendur af brotthlaupnum samfylkingarmönnum nær þessu fylgi í kosningum.  Látum vera þótt Gummi Steingríms fljóti inná þing aftur en Róbert Marshall!!! Come on!  Róbert stendur ekki fyrir neitt.  Þessi fyrrum fjölmiðlamaður notaði fjölmiðlafrægðina til að komast á þing. Nákvæmlega á sama hátt og Sigmundur Ernir. Hvorugur þessara peyja hafði tekið þátt í stjórnmálum og ekki er vitað til að þeir hafi einu sinni verið flokksbundnir Samfylkingarmenn áður en þeir völdu sér líkleg þingsæti. Þetta kallast tækifærismennska og er ekki traustvekjandi.  Og ábyrgðarlaus kaupmennska þeirra kumpána í skiptum fyrir stuðning við ríkisstjórnina hefur nú þegar kostað nokkur hundruð milljónir af skattfé landsmanna.  Skattfé sem tekið er af ellilífeyrisþegum og ekkjum og barnafólki.  Ég hélt að þjóðin vildi ekki svona klíkustjórnmál.  Það er ekki nóg að tala um breytta pólitík ef menn meina ekkert með því.  Ný framboð verða að marka sér sérstöðu. Björt framtíð hefur enga málefnalega sérstöðu. Framtíðin er ekkert sérstaklega björt núna. Þökk sé afdrifaríkum mistökum Steingríms og Jóhönnu varðandi ráðstafanir í efnahagsmálum.  Og framtíðin er ekki heldur björt í ESB.  Guðmundur Steingrímsson setur allt sitt traust á að ESB sé svo mikið kapps mál að fá okkur inn að þeir ábyrgist stöðugt gengi krónunnar strax við undirskrift og taki einnig að sér að fjármagna útstreymi gjaldeyris sem fyrirsjáanlegt er þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt.  En þetta eru draumórar barnalegra manna sem trúa á vináttu þjóða í millum.  Ég hef ekki trú á að Guðmundur Steingríms og Róbert Marshall geti selt kjósendum þessa hugmyndafræði þegar á hólminn kemur í vor.  Þeim mun vefjast tunga um tönn og þeir munu verða afhjúpaðir sem loddarar og lukkuriddarar.  Hins vegar spái ég Hægri Grænum bjartri framtíð.  Guðmundur Franklín virkar á mig eins og maður sem veit hvað hann er að tala um varðandi efnahagsmál.  Við þurfum svoleiðis foringja. Hann hefur sett fram einfalda og skýra hugmyndafræði sem allir geta skilið. Ekkert loðið kjaftæði sem hægt er að teygja og toga.  Og þó ég gruni hann um að hafa of mikil tengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn þá verður bara að hafa það.  Það verður að snúa ofan af þessari ríkis og forsjárhyggjupólitík sem er búin að gegnsýra allt kerfið undanfarin 4 ár.  Það verður aðeins gert með því að hafna fjórflokknum og hækjunni, Bjartri framtíð í vor.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband