Netöryggi - netníð

Að stunda öruggt netlíf er alveg jafn mikilvægt og að stunda öruggt kynlíf. Bæði snýzt um að hafa varnirnar í lagi.  Varnirnar á netinu snúast um eitt framar öllu og það er persónuvernd.  Og með persónuvernd þá er átt við að gefa aldrei upp raunverulegt heimilisfang eða símanúmer eða aðrar persónlegar eða persónugreinanlegar upplýsingar í samskiptum við ókunnuga á netinu.  Einnig er mikilvægt að gera sér grein fyrir að ekki er allt sem sýnist og fullt af fólki villir á sér heimildir í annarlegum tilgangi.  Ef fólk almennt gerði sér grein fyrir hættum netsins og þeirri söfnun persónuupplýsinga sem stunduð er af fyrirtækjum eins og Facebook og twitter að ég tali ekki um leitarvélarnar, þá værum við ekki að fást við afleiðingarnar sem felast í netníðinu.  Þessi unga kona sem rætt er við í greininni þykist vita margt um netið og geta kennt öðrum en samt hefur hún sjálf stundað óábyrga netnotkun í mörg ár! Einföld leit á Google gefur yfir hundrað leitarniðurstöður þar sem líf þessarar ungu konu birtist öllum sem ekkert sérstaklega vilja þó vita um hana.  Meira að segja gefur hún upp að hún hafi greinst með ADHD.  Til hvers í ósköpunum gerði hún það?  Og á einni síðu er hún í persónulegum samskiptum við ókunnan karlmann (Larry) sem hún þekkir ekkert!  Þessi Larry gæti alveg eins verið pervert sem stundar netníð.  En þessi Þórlaug virðist grandalaus.  Eins er um þessi samskipti við anonymous hóp ungra pilta á Facebook sem voru að hrekkja hana. Ég er ekki að verja netníð en ábyrgð netnotenda hlýtur að skipta mestu máli. Sá sem veit hvað hann er að gera á netinu verður síður fyrir netníði. Þar sýnist mér stærsta hættan vera hugsunarlaus notkun á samskiptasíðum eins og Facebook og Twitter.  Yfirlýstur tilgangur þessara fyrirtækja er að safna persónuupplýsingum.  Og þeir sem skrá sig skrifa undir skilmála þar sem þeir leyfa óskilyrta notkun þessara upplýsinga, þar með persónulegra mynda.  Og að fara í opinbera baráttu gegn Facebook er fíflagangur og athyglissýki að stærstum hluta.  Eina sem fólk á að gera er að skrá sig út af þessum miðlum og nota frekar síma eða rafpóst til að halda tengslum og hætta alfarið að deila myndum úr fjölskyldualbúminu á netinu nema að merkja þær fyrst.  Hér er ágætis síða sem kennir fólki að verja myndirnar sínar. 
mbl.is „Þetta gengur ekki lengur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Það er nákvæmlega ekkert rangt eða fíflalegt við það að hafa skoðun og berjast fyrir henni.

Snorri Hansson, 7.1.2013 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband