6.1.2013 | 17:57
Nú reynir á Þorbjörn Þórðarson
Þorbjörn Þórðarson segist ekki taka við skipunum frá eiganda fyrirtækisins sem hann vinnur hjá. Samt fer hann í vinnuferðir í boði húsbóndans og skrifar rætnar fréttaskýringar um þá sem eru að berjast gegn efnahagsbrotaglæpunum þar sem húsbóndi hans og vinnuveitandi situr á sakamannabekknum eða í vitnastúkunni.
Nú er komið að skuldadögum og ég bíð spenntur eftir að sjá hvernig Visir.is, Fréttablaðið, Bylgjan og Stöð 2 taka á málinu í ljósi hrokafullra yfirlýsinga Þorbjörns Þórðarsonar.
En verði Jón Ásgeir sakfelldur í Aurum málinu eins og allt bendir til þá er rökrétt að álykta að hann verði þvingaður til að selja hlut sinn í 365 Miðlum. Það verður aldrei friður um að dæmdur sakamaður sé eigandi og stjórni öðrum stærsta fréttamiðli landsins. Alla vegana verður fróðlegt að fylgjast með fréttum Visis og Stöðvar 2 næstu daga. Og við litlu kallarnir út í bæ eins og Þorbjörn kallar bloggara, við munum láta í okkur heyra og sinna eftirlitshlutverkinu með fjölmiðlum hér eftir sem hingað til. Óháð því hverjir "eiga" þá.
Aurum-málið þingfest á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.