Ísland er í raun vanþróað

Alltaf er að koma betur og betur í ljós hversu íslenskt þjóðfélag er í raun vanþróað og illa stjórnað.  Við eyðum um efni fram í yfirbyggingu en sinnum lítt innviðunum.  Og þaðsem þó hefur verið vel gert á árum áður er hugsunarlaust eyðilagt með illa grunduðum kerfisbreytingum.  Skoðum dæmi:

  1. Vegakerfið sem var byggt upp með ærnum tilkostnaði er nú verið að eyðileggja vegna viðhaldsskorts og óhaminna þungaflutninga
  2. Erlendir auðhringar hirða arðinn af fallvatnsorkunni
  3. Innlendir auðhringar hirða arðinn af fiskinum
  4. Erlend fyrirtæki í eigu íslendinga hirða virðisaukann í fiskvinnslunni
  5. Kvótakerfið og samþjöppun veiðiheimilda hefur valdið óbætanlegri byggðaröskun og byggðaójafnvægi sem kemur niður á ferðaþjónustunni í dag
  6. Hér er vinnuþrælkun með því mesta sem þekkist
  7. Hér er búið að eyðileggja heilbrygðiskerfi sem var mjög gott og flæma burtu starfsfólk til þess að réttlæta allt of stóran spítala
  8. Hér er engin samkeppni á markaði en samt höldum við úti rándýru samkeppniseftirliti
  9. Hér sér ríkið um þjónustu sem Tryggingafélög annars staðar kosta (Umferðarstofa)
  10. Hér sér ríkið um markaðsstarf sem alls staðar annars staðar er kostað af einkaaðilum (Íslandsstofa)
  11. Hér er starf ríkisprests hærra metið en starf lögreglumanns
  12. Hér eru 8 háskólar þar sem í raun ætti ekki að vera nema 1
  13. Hér eru bensínstöðvar fleiri en sjoppur
  14. Hér eru 5 þúsund störf í hefðbundnum sjávarútvegi en 60 þúsund opinberir starfsmenn
  15. Hér er gróði alltaf einkavæddur en tapið ríkisvætt
  16. Hér er stjórnmálaflokkum fjarstýrt af hagsmunaöflum

Ég gæti haldið svona áfram lengi en læt þetta duga.  Kannski að einhver kveiki á perunni og fari að koma með lausnir í stað þess að skipa sér sífellt í lið.  Við þurfum ekkert að vera í öðru hvoru liðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband