Jón Ásgeir er ógn við réttarríkið

jon_asgeir.jpgNákvæmlega á sama hátt og Rubert Murdoch og Berlusconi misnotuðu sína fjölmiðla þá hefur Jón Ásgeir misnotað 365 miðla og skipað starfsmönnum fyrir eins og sínu prívat PR gengi.  Það er eins og að horfa á Guðfaðirinn á hverjum degi að fylgjast með sögu Jóns Ásgeirs.  Fléttan er sú sama.  Kaupa sér stjórnmálamenn (Björgvin G og Ingibjörgu Sólrúnu) síðan að kaupa banka (Glitni) setja sína menn í stjórn (Sigurð G Guðjónsson) og að lokum að kaupa sér bankastjóra (Lárus Velding) til að þvo peningana og ræna síðan bankann innan frá.  Allt hefur þetta fylgt þekktum söguþráðum úr vinsælum mafíósa kvikmyndum.  Allt frá fyrsta plottinu þegar hann keypti snekkjuna Viking í þeim eina tilgangi að halda svallveislur og bjóða þangað stjórnmálamönnum og bankamönnum sem gætu gagnast honum í framgangi svikamyllunnar, sem að lokum setti Ísland á hausinn.  Því hrunið var ekkert sem kom Jóni Ásgeiri á óvart.  Ég man eftir útvarpsviðtali við hann fyrir áramót 2007 þar sem hann sagði berum orðum að gengi krónunnar ætti eftir að hrynja. Sú varð raunin enda um skipulagða atlögu gegn henni að ræða í gegnum bankana sem Jón Ásgeir og glæpafélagar í kringum hann voru búnir að tæma innan frá árið 2006.

Málaferlin gegn Jóni Ásgeiri komu honum aldrei á ávart. Hann hafði strax undirbúið mótleik gegn þeim.  Þar var sterkasta vopnið að eignast fjölmiðil sem hann gæti notað til að manipulera almenningsálitið. Eignarhaldið á 365 miðlum er engin tilviljun þaðan af síður góð fjárfesting!  Ónei tapið á 365 miðlum er réttlætanlegt af hálfu eigendanna vegna þess að fyrir valdamikinn einstakling sem fer ekki að lögum samfélagsins þá er ekkert gagnlegra en eignarhald á fjölmiðli sem látinn er hafa áhrif á almenning á kostnað dómstóla og þar með réttarríkisins. Atlagan að fyrrum dómsmálaráðherra er þekkt.  Lævís áróður gegn starfi sérstaks saksóknara er þekkt.  Niðrandi fréttaflutningur af Evu Joly er staðreynd.

Núna er að byrja lokaþáttur í Guðföðurnum. Þorbjörn Þórðarson er búinn að rétta yfir Jóni Ásgeiri. Og þar sem Þorbjörn Þórðarson er góður starfsmaður sem gerir eins og honum er sagt, þá  gerði hann sér lítið fyrir og bæði sótti málið, varði það og dæmdi í því á sama hálftímanum eins og sjá má hér  Niðurstaðan:  Jón Ásgeir er bara frekur

Þar höfum við það. Næsti....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Bankahrunið á Íslandi var ekkert sérstakt“, segir Jón Ásgeir. 

Nákvæmlega það sem sjallabjálfarnir fullyrða. Lesið bara kaflann „Wall Street on the Tundra“, í bókinni Boomerang eftir Michael Lewis. Þar fer hann háðslegum orðum um Geir Haarde, sem sýndi honum það lítillæta að taka hann tali.

„Why are you interested in Iceland?“, he asks, as he strides into the room with the force and authority of the leader of much larger nation. „The Lehman brothers failed and foreigners panicked and demanded their capital back“. „Liquidity problem, that‘s all“, segir Geir Haarde. „Liquidity problem“!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 17:19

2 identicon

Sæll Jóhannes; jafnan !

Hvergi ofsagt; í þinni frásögu, síðuhafi góður.

Og Haukur; Jón Ásgeir er HREINRÆKTAÐUR glæpamaður, af svipuðum meiði reyndar, og um 99% íslenzkra stjórnmálamanna; þér, að segja.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem fyrri - og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband