7.1.2013 | 19:16
Lífeyrissjóðurinn Stafir
Frétt um að FME hefði nýlega gert alvarlegar athugasemdir við starfsemi og fjárfestingar Lífeyrissjóðsins Stafa vakti athygli mína í kvöld. Ekki síst vegna orða framkvæmdastjórans, Ólafs Sigurðssonar um að hann tæki aðfinnslurnar alvarlega og myndi bæta úr því sem miður hefði farið. Eins og hann hafi eitthvað val um hvort hann fari eftir ábendingum eða ekki? Er ekki örugglega árið 2013?
Ef ég væri stjórnarformaður Stafa eða bara í stjórn eins og til dæmis, Guðmundur Gunnarsson fv formaður Rafiðnaðarsambandsins, þá myndi ég kalla saman stjórnarfund og krefjast afsagnar framkvæmdastjórans, Ólafs Guðmundssonar. Eftirlit FME er ekkert geðþóttaeftirlit. FME gerir ekkert annað en að hafa eftirlit með að fyrirtæki á fjármálamarkaði fari eftir þeim lögum sem um þau gilda. Og í starfslýsingu framkvæmdastjóra hlýtur að vera gerð sú krafa að viðkomandi þekki þau lög sem honum er skylt að vinna eftir. Ef hann gerir það ekki þá er hann ekki hæfur í jobbið.
Fyrir hrun hegðuðu menn sér eins og þeir ættu sjóðina sjálfir prívat og persónulega en sá tími hélt ég að væri liðinn. Ennþá virðist þó pottur brotinn og erfitt fyrir eftirlitsaðila að koma böndum á siðblinda stjórnendur með einbeittan brotavilja. Þess vegna verður að reka þessa menn með skömm. Þeir lofa öllu fögru en dettur ekki í hug að taka mark á þessu hvimleiða nöldri. Eða eins og Ólafur sagði glottandi, "Það tapaði enginn á þessum lögbrotum mínum". Bíddu, var það ekki sama vörnin og Lárus Velding notaði þegar hann var dæmdur fyrir umboðssvik?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.