7.1.2013 | 19:31
Leggjum niður Landlæknisembættið
Landlæknisembættið er ekki bara orðið að bákni, heldur skrímsli ofan á bákninu. Landlæknisembættið kostar okkur 1 milljarð á ári eða sömu fjárhæð og kostar að koma tækjakosti LHS í viðunandi horf og viðhalda því. Er einhver spurning í huga fólks hvort sé mikilvægara? Viljum við borga milljarð á ári fyrir ráðleggingar til fólks um að borða meiri fisk?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mögulega ágæt hugmynd. En hver eru skylduverk embættisins? Eru þau þörf? Ef einhver þeirra eru þörf, hver vinnur þau þá og fyrir hvað?
Hrólfur Þ Hraundal, 7.1.2013 kl. 21:35
Það eru ekki mörg ár síðan embætti landlæknis var bara skúffa í skrifborði í Heilbrygðisráðuneytinu. Hvernig það gerist að svona embætti eins og landlæknir og seðlabankinn þenjist svona óstjórnlega út er aðeins hægt að skýra með lögmáli Parkinsson held ég
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.1.2013 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.