7.1.2013 | 21:53
Er Samfylking Elítuflokkur eða alþýðuflokkur?
Einkunnarorð jafnaðarmanna er Frelsi-Jafnrétti-Bræðralag. Samfylking telur sig vera jafnaðarmannaflokk en sýnir okkur á sama tíma puttann með því að kjósa milljarðamæringinn Vilhjálm Þorsteinsson til æðstu metorða. Trúir einhver því að Vilhjálmur Þorsteinsson vilji deila kjörum með starfsmanni á plani sem hefur kannski 200 þúsund krónur í laun á mánuði og berst við banka? Eða er þarna enn einn stéttasvikarinn sem gengur á lagið og skarar eld að sinni köku? Stjórnmálaþáttaka er kjörin aðferð fyrir fjárfestir með nægan tíma á sinni könnu til að tryggja eigin hagsmuni gegnum klíkutengsl. Vilhjálmur þessi er sagður besti vinur Katrínar Júlíusardóttur og Árna Páls Árnasonar. Þau 2 eru í framvarðarsveit flokksins og ráða miklu um stefnuna. Mörgum finnst einkennilegt hversu vel ýmsir hrunkvöðlar hafa komið út úr samskiptum sínum við ríkisvaldið síðan þessi stjórn tók við. Til dæmis Björgólfur Þór Björgólfsson. Vilhjálmur og Björgólfur eru viðskiptafélagar. Ætli það geti verið skýringin? Mér finnst að jafnaðarmenn þurfi að gera þessi mál upp. Hvernig þeir gátu látið það viðgangast að Ágúst Ólafur Ágústsson gat orðið varaformaður 2005-2009 og Vilhjálmur Þorsteinsson gjaldkeri 2011. Það er kannski ekki hægt að banna mönnum að gerast félagar en hvernig gat það gerst að samfylkingarflokkur alþýðumanna gat lagst svo lágt að velja þessa 2 til æðstu ábyrgðarstarfa er örugglega fleirum en mér ráðgáta. Ég hef þó lengi grunað marga menn um að velja sér flokka með tilliti til líklegra valda. Þá skiptir stefnan engu máli. Enda ætti Vilhjálmur miklu frekar að vera í Framsókn með viðskiptafélaga sínum Sigmundi Kögunarbarns pabba heldur en að vanvirða hugsjónir sannra jafnaðarmanna með því að svíkja sig ínní raðir Samfylkingar nema að Samfylkingin sé ekki lengur flokkur frelsis, jafnréttis og bræðralags og orðin að harðsvíruðu hagsmunabandalagi elítu fólks sem ætlar að kjósa Árna Pál sem formann og Katrínu sem varaformann á næsta landsfundi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Facebook
Athugasemdir
Fyrst verðum við að kryfja orðið "alþýða" til mergjar. Eins og Samfylkingin hefur stjórnað síðustu kjörtímabil. (gleymum ekki hrunaðild samfylkingar í fyrri stjórn) Þá er hefur orðið "alþýða" einhverja aldeilis nýja merkingu sem gaman væri að fá frá þeim sem hyggja á formannsæti flokksins og stjórnarsetu. Jafnvel ættu þeir sem stefna á þingsæti að gefa sína merkingu á orðið.. kveðja.
jóhanna (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 22:36
Framtíðarhópur Samfylkingarinnar var settur á sfofn 2003. Hann átti meðal annars að endurskilgreina jafnaðarsterfnuna. Heimasíða hópsins var framtid.is. Nú finnst hvorki heimasíðan né stefnan
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.1.2013 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.