10.1.2013 | 03:31
Blaðafulltrúi Jóhönnu
Sé að Jóhann Hauksson hefur krækt í 3 og hálfs árs gamla grein eftir Guðberg Bergsson. Þetta er illa gert. Ég hef nefnilega grun um að Guðbergur hafi skipt um skoðun eins og svo margir á þeirri nauðung, sem fólst í að gera ríkið ábyrgt fyrir Icesave skuld þrotabús gamla Landbankans. Sjálfsmynd þjóðarinnar er nefnilega ekkert eins og hún hefur alltaf verið. Hún er síbreytileg. Við vorum langt niðri árið 2009 og það munaði litlu að stjórnvöldum tækist að beygja okkur í duftið en sem betur fer þá tókst það nú ekki og í dag erum við Íslendingar miklu sterkari og höfum betri sjálfsmynd og látum ekki bjóða okkur hvað sem er af hendi stjórnvalda eins og áður. Af þessu hafa stjórnvöld miklar áhyggjur. Völd stjórnmálamanna fara þverrandi og þjóðin er loksins tilbúin til að taka valdið aftur til sín í gegnum breytingar á stjórnarskránni. Ég kalla eftir áliti Guðbergs á sjálfsmynd þjóðarinnar í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.