10.1.2013 | 22:01
Fordómar í garð Strætó
Nú verð ég að taka upp hanskann fyrir Strætó. Þessar árásir Rósu Maríu Hjörvar á þjónustu Strætó eru alls ómaklegar. Ef tilgangurinn er að þrýsta á meiri þjónustu við sjónskerta í formi niðurgreiðslu á leigubílaakstri þá verður hún að nota önnur og betri rök en þau að hljóðleiðsögukerfið virki ekki. Það er mjög auðvelt að kippa því í liðinn. Og varðandi þá furðulegu staðhæfingu "að það sé ekki boðlegt að fólk þurfi að reiða sig á hjálp annarra þegar það þarf að komast á milli staða" þá lýsir hún örugglega ekki almennu viðhorfi viðskiptavina strætó , hvorki blindra né sjáandi. Það er einmitt forsendan fyrir því að svo margir nota strætó, hversu liðlegir bílstjórarnir eru við að aðstoða. Strætó er þjónustufyrirtæki fyrst og fremst. Og þeir eru sífellt að bæta sig.
Ónothæft leiðsagnakerfi Strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Facebook
Athugasemdir
Velviljuð og heiðarleg gagnrýni er góðra gjalda verð.
Ætli sé búið að ræða þetta við stjórnendur strætó, eða var hlaupið beint í fréttaveiturnar? Stundum kvarta ég við bílstjóra strætó, og þá benda þeir mér á að tala við þá sem stjórna þessu strætóbatteríi.
Það er best að kvarta beint við yfirmanninn. Það gildir á öllum sviðum. Ef það dugar ekki, þá er eina leiðin að fara í fjölmiðlana.
Að sjálfsögðu eiga blindir og sjóndaprir að geta treyst því sem þeir heyra, og þeim er sagt að þeir geti treyst á.
Lesblindir/reikniblindir eiga líka að geta treyst á skyldu-grunnskóla-þjónustuna rándýru, og framhaldsskóla-þjónustuna. Það fer frekar lítið fyrir umfjöllun um hversu gífurlega börn og fullorðnir með lestrar/reikni-vandamál (lesblindu/reikniblindu), eru sviknir af opinbera skyldu-skólakerfinu stórbrenglaða, stóran part af sinni barnæsku og unglings-árum.
Það eru til margar tegundir af blindu.
Þeir eru margir, sem hafa þurft að komast ólæsir eða illa læsir í gegnum lífið, með allt gífurlega lestrarálagið, sem allir eru vægðarlaust og kerfis-skyldaðir til að ráða við! Skilningsleysið er algjört, gagnvart lesblindum í þjóðfélaginu. Sævar Ciselski lærði að lesa á Litla-Hrauni. Hvernig átti hann að geta komist ólæs og vandræðalaust í gegnum lífið? Svari nú hver fyrir sig!!!
Hver myndi treysta sér til að eiga normalt líf á Íslandi, ef allt sem viðkomandi þyrfti að lesa, væri á hebresku? Líklega myndu margir gefast upp á lestrinum? Það eru margir á Íslandi sem ekki geta lesið!
Afleiðingarnar af margvíslegum kerfis-svikum, eru vægast sagt hörmulegar. Er ekki rétt að taka á öllum óviðurkenndu mannréttindabrotunum á Íslandi, á öllum sviðum?
Kastljóss-strákarnir hafa nú staðið sig mjög vel síðustu daga, í að opinbera barna-mannréttinda-kerfisbrot, og eiga þeir heiður og þakkir skildar fyrir sína þörfu umfjöllun.
Það er engin ástæða til annars en að halda áfram með það nauðsynlega opinberunar-ferli, á öllum sviðum kerfisins stórbrenglaða á Íslandi, og mannréttinda-brotlega. Almenningur er skyldugur til að segja frá öllum barna-mannréttindabrotum sem vitað er um.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.1.2013 kl. 23:52
Takk fyrir þessa ádrepu Anna. Auðvitað eigum við alltaf að bæta samfélagið og okkur sjálf fyrst og fremst. Það eru ekki allir jafnir eins og þú bendir réttilega á. Nýja uppkastið að stjórnarskránni tryggir meiri mannréttindavernd gagnvart yfirvöldum og embættismönnum. Margir vilja leggja stein í götu þess að samþykkja lýðræðis og mannréttindaumbætur stjórnarskrárinnar. Af hverju ætli það sé nú..
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.1.2013 kl. 03:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.