11.1.2013 | 06:27
Aðför auðdólganna að DV
Málsókn Lýðs Guðmundssonar gegn DV er enn eitt aumkunarverða útspil þessa úrkynjaða útrásarliðs til að hafa áhrif á opinbera umræðu. Og undir gjammar búrtíkin Sigurður G. sem varð efnaður á samfloti með þessu siðblinda gengi öllu saman. En dómstólarnir verða ekki keyptir. Það er hægt að kaupa sér stjórnmálamenn og lögfræðinga en ennþá stenst réttarkerfið. Og fjölmiðlarnir DV og RUV standa ennþá uppi í hárinu á þessum mönnum eins og vera ber. En orrustan um völdin peningana og áhrifin harðnar sífellt. Þótt okkur blöskri oft efnistök DV, þá verðum við að fylkja okkur að baki frjálsri fjölmiðlun og styðja þeirra málstað. 365 miðlar og Morgunblaðið eru ekki frjálsir miðlar. Þar er eigendavaldið alltof sterkt og gengur gegn almannahagsmunum. Ákvæði Davíðs í fjölmiðlalögunum frægu bönnuðu fyrirtækjum í óskyldum rekstri að eiga og stýra fjölmiðlum. Þetta ákvæði þarf að taka upp í núverandi löggjöf. Fjölmiðlun á Íslandi er alltof veik. Og fréttaflutningur einhæfur og grunnur. DV hefur algera yfirburði þegar kemur að því að upplýsa siðleysi í viðskiptum. Það skiptir meira máli en hugsanleg blygðunarbrot, eða hvað það nú er sem þeir væla undan, þessir ærulausu auðjöfrar, sem hafa stolið milljörðum út úr föllnu bönkunum í alls konar fjármálagerningum. Sumum löglegum, öðrum ólöglegum, en öllum siðlausum. Vonum bara að Símon Grimmi standi undir nafni og dæmi þá fyrir tilefnislausar málsóknir. Það er löngu kominn tím til að sýna þessu liði almenna hörku. Þessum aumingjum sem eru svo fyrirlitlegir að þeir borga ekki einu sinni skatta til þessa samfélags sem þeir gera endalausar kröfur til. Ef það væru nú skattar þessara manna sem stæðu undir rekstri samfélagsins þá gætu þeir rifið kjaft og farið í mál, hægri vinstri, en þegar menn haga sér eins og hýenur, þá á að koma fram við þá eins og hýenur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.