Samfylkingarmaðurinn Egill Helgason

egill-helga-gras_jpg_475x712_sharpen_q95.jpgEgill Helgason getur ekki lengur talist óháður þáttastjórnandi. Hann er á bólakafi í pólitík og hefur núna tekið opinberlega stöðu með Samfylkingunni og  Árna Páli Árnasyni, í slagnum um formannsembætti flokksins.  Dálæti hans á Kristrúnu Heimisdóttur er löngu þekkt og með því að nota ríkismiðilinn til kynningar á stefnumálum Samfylkingar undir því yfirskyni að um sé að ræða kynningu á formannskandidötum, þá er hann búinn að gefa höggstað á sér. Formaður Samfylkingar er ekki þjóðkjörinn. Hann á engan rétt á ókeypis framboðskynningu.  Við, sem ekki erum skráð í flokkinn höfum takmarkaðan áhuga og viljum ekki að RUV sé misnotað í þágu eins flokks.  Og með því að taka viðtalið við formannsefnið Guðbjart fyrst, þá er hann að taka afstöðu með Árna Páli.  það er ljóst að þeir sem ekki hafa nú þegar gert upp hug sinn munu bíða eftir kynningunni á Árna Páli og kjósa hann! Þá verður allt gleymt sem Guðbjartur sagði.  Sama hvað það nú var. Þó að ég hafi tekið eftir þekktri áróðurstækni í máli Guðbjarts, eins og að tengja saman árangur og vöxt þá er blaðrið að mestu gleymt. Þannig virkar bara heilinn í okkur flestum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband