Skoðanamyndanir

Á meðan allir virðast hafa skoðanir á könnun Baugsmiðlanna um ímyndað fylgi flokkanna,  þá læt ég mér það sem vind um eyru þjóta.  Ég tek akkúrat ekkert mark lengur á þeim fréttaáróðri sem þessir 365 miðlar stunda. Þeir eru ekki óháðir. Þeir ganga erinda eigendanna og stunda áróður en segja ekki fréttir. Og þegar ekki er hægt að rangtúlka raunverulegar fréttir þá bara búa þeir þær til.  Alveg eins og þessa könnun.  Það er löngu kominn tími til að setja fréttamiðlum siðareglur. Þeirra eini tilgangur á að vera að miðla fréttum ekki búa þær til.  Látum viðurkenndar stofnanir um að gera skoðanakannanir. Því það ber enginn á móti að kannanir geta verið skoðanamyndandi. Þeim mun ríkari ástæða er til að um þær gildi strangar reglur. Alls ekki á að blanda saman almennum viðhorfskönnunum og keyptum spurningum. Þegar Björt framtíð kaupir sér spurningu í könnun Gallup þá er útkoman ekki lýsandi fyrir stuðning við flokka almennt.  Ef sérstaklega er spurt hvernig mönnum lýtist á einn flokk umfram annan þá er verið að spyrja leiðandi spurningar.  Svoleiðis spurningar ætti alls ekki að spyrja í könnun sem menn vilja taka mark á.  En það er akkúrat svoleiðis spurningar sem spurt hefur verið að í könnunum Gallup bæði hvað viðkemur sjálfstæðisflokki og Bjartri Framtíð.  Þess vegna tek ég ekkert mark á þessum könnunum.  Það er útilokað að 40% af kosningabærum mönnum á Íslandi séu þroskaheftir.  En það er það sem þessar kannanir eru að segja okkur.  Og með því að hamra á þessu er verið að ljúga því að fólki að úrslitin séu ráðin og drepa áhuga fólks sem að öðru leyti var tilbúið að kjósa eitthvað annað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband