Landsdómur verði kallaður saman strax

Í ljósi þess að Eftadómstóllinn hefur sýknað íslenska ríkið af öllum kröfum Evrópusambandsins þá hlýtur það að vera krafa dagsins að allir ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur verði ákærðir og dregnir fyrir Landsdóm vegna stórfelldrar vanrækslu í að gæta hagsmuna Íslands í kjölfar hrunsins. Einnig hljótum við að krefjast afsagnar og afsökunar ALLRA ÞEIRRA SEM KOMU AÐ ICESAFE MÁLINU Á EINN EÐA ANNAN HÁTT.  þingmenn, hagfræðingar, stjórnmálafræðiprófossorar og allir þeir sem börðust fyrir því að Íslenska ríkið tæki á sig fjárskuldbindingar vegna glæpsamlegrar innlánssöfnunar Landsbankans í Englandi og Hollandi verða að axla ábyrgð.  Á næstu dögum þá verður rifjað upp hverjir kvislingarnir voru.  Þeir þingmenn sem eiga hlut að máli ættu alvarlega að huga að því að draga sig útaf framboðslistum strax og Jóhanna ætti að segja af sér og boða strax til kosninga. Að láta kvislingana stjórna áfram er ekki boðlegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband