Alræðishyggja Ögmundar

Ég trúi ekki eitt andartak að umhyggja fyrir greddufullum unglingum sé hvatinn að klámlöggjöf Ögmundar. Klámlöggjöfinni er einungis ætlað að ryðja brautina að allsherjar ritskoðun á netinu.  Þeir sem ritstýra Ögmundi þola ekki frelsi.  Hvorki ritfrelsi né skoðanafrelsi. Þess vegna er Internetið þyrnir í augum þessa fólks. Ríkið það erum við hugsar þetta fólk. Og allt þetta fólk sem hefur aðrar skoðanir eru að vinna gegn ríkinu.  Þetta er nákvæmlega sama hugmyndafræði og nasistar og fasistar og kommúnistar höfðu að leiðarljósi. 

Núna gefst fólkinu tækifæri til að brjóta þessa alræðishyggju á bak aftur. En til þess þarf ritfrelsið að vera ótakmarkað.  Þetta vita Ögmundur og alræðissinnarnir í valdakerfi flokkanna og embættismannastéttarinnar.  Þess vegna er búið að setja á stofn Fjölmiðlastofu.  Og nú vill þetta sama fólk herða tökin enn meir með því að koma á fót netlöggu.  Það er þegar búið að undirbúa jarðveginn með heimildum til lögreglu til að njósna um þegnana. Þetta var gert undir yfirskyni forvirkra rannsóknarheimilda!

Finnst mönnum þetta vera í lagi?  Er fólk orðið svo heilaþvegið að það sjái ekki hvert stefnir?  Við getum og við verðum að stoppa þessa þróun. Við viljum ekki lifa í fasísku þjóðfélagi. Eina sem þarf er að hafna fjórflokknum í næstu kosningum. Við þurfum að taka aftur valdið sem við höfum framselt í hendur bófaflokkanna. Þeir hafa ekki kunnað með það að fara. Umboðið þarf að endurskilgreina. Það á ekki að vera ótakmarkað eins og nú virðist vera . Ný stjórnarskrá verður að skilgreina takmarkað valdaframsal þannig að kjörnir fulltrúar geti ekki ráðskast með líf og eignir þjóðarinnar að eigin hentisemi. Hvernig í ósköðunum gat það gerst að í samdráttarskeiði geti pólitíkusar ákveðið upp á sitt einsdæmi að selja eigur okkar til pólitískra vildarvina? Þetta gerðist með einkavæðingu Davíðs, Halldórs og Geirs. Og þetta er að gerast enn þann dag í dag.  Einkavæðing bankakerfisins og einkavæðing raforkukerfisins eru aðför að hagsmunum almennings. Sala OR á höfuðstöðvum sínum eru bókhaldsblöff sem skaðar hagsmuni eigendanna til lengri tíma.  Og allur þessi lymskulegi áróður um að selja Landsvirkjun og leggja sæstreng til Evrópu er aðför að hagsmunum eigendanna, almennings. Þetta umboð er brýnt að endurskoða í stjórnarskránni og koma á virku beinu lýðræði.  En þetta vill fjórflokkurinn koma í veg fyrir. Hann vill ráðskast með hagsmuni þjóðarinnar eins og sína eigin. Því miður virðist þeim vera að vaxa ásmegin. Það hefur tekist að sundra andófsöflunum.

  1. Þess vegna situr ríkisstjórnin enn við völd.
  2. Þess vegna er verið að þynna og eyðileggja lýðræðisumbæturnar sem fólkinu var lofað.
  3. Þess vegna er verið að fagna sigri í icesavemálaferlunum. 
  4. Þess vegna er Steingrímur að herða tök pólitíkusa í stjórn fiskveiða
  5. Þess vegna er Ögmundur að ráðast að ritfrelsinu
  6. Þess vegna er verið að plotta með afsal fullveldis til ESB og innlimun í það miðstýrða alræðisbákn.

Almenningur er sinn versti óvinur.  Það er almenningur sem leyfir þessu að gerast.  Hér verður að verða hugarfarsbylting.  Þetta sinnuleysi er ekki eðlilegt.  Þjóðin verður að skynja sinn vitjunartíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband