1.2.2013 | 11:22
Veisla í garðinum
Undanfarna 2 daga er búin að vera sannkölluð tólgar og eplaveisla hjá þröstunum í bakgarðinum hér á Laufásveginum. En þeir eru ótrúlega varir um sig. Alltaf í hópum og með einn eða fleiri á útkíkki. Og þegar ég reyni að taka af þeim myndir eru þeir fljótir að láta sig hverfa. En ummerkin ljúga ekki. Hálfétin eplin út um allt og óðum minnka tólgarbrotin. Þetta ættu menn að hafa í huga sem í dag fleygja mat. Kaupið mörpoka, búið til tólg og setjið út fyrir vegg. Það er það besta sem hægt er að gera fyrir smáfuglana í frosthörkum vetrarins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.