1.2.2013 | 13:37
Endurmenntun háskólaprófessora
Ef hægt er að draga einhvern einn lærdóm af icesave málinu og umfjöllun fræðimanna um það, þá er það hversu sorglega rangt allir þessir "fræðimenn" höfðu fyrir sér og líka hversu langt þeir voru tilbúnir að ganga í að heilaþvo almenning í hræðsluáróðrinum sem einkenndi icesave umræðuna. Mér er slétt sama þótt ýmsir bloggarar og óbreyttir alþýðumenn hefðu verið tilbúnir til að beygja sig fyrir hótunum handrukkara Breta og Hollendinga en mér er ekki sama um framgöngu allra þeirra hagfræðinga, lögfræðinga, siðfræðinga, stjórnmálafræðinga og félagsfræðinga sem lögðu stjórnvöldum lið við að koma æsseif klafanum á herðar þjóðinni. Þetta fólk verður að gera yfirbót og vinnuveitendur þeirra verða að biðjast afsökunar. Siðbótin sem átti að koma í kjölfar hrunsins virðist víðs fjarri. Og á meðan menn eins og Hannes Hólmsteinn, Stefán Ólafsson, Þórólfur Matthíasson og LÍÚ málaliðarnir innan Háskólanna fá að fara sínu fram undir merkjum háskólanna þá er engin von til þess að hér verði nein siðbót. Siðareglur og vinnureglur innan háskólasamfélagsins þarf að endurskoða. Það ætti að vera forgangsverkefni háskólanna. Ekki að rífa niður nýja stjórnarskrá fólksins í landinu. Og ef menn eins og Hannes og Stefán geta ekki setið á strák sínum þá eiga þeir að fá sér aðra vinnu. Þeir eru fræðimannastéttinni til skammar með skrifum sínum á bloggi og í netmiðlum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.