Píratar eiga ekki séns

Neikvæð ímynd pírata veldur því að þessi flokkur nær ekki eyrum fólks.  Píratar eru hópar fólks sem vill bara fá að downloda öllu internetinu í friði fyrir afskiptum samtaka höfundaréttahafa.  Þetta er sú ímynd sem píratar hafa í hugum venjulegs fólks. Þess vegna verður að byggja upp nýja ímynd með nýju nafni. Smári McGarthy segir að þau sem stofnuðu hreyfinguna hafi legið lengi yfir nafninu og komist að þessari vitlausu niðurstöðu.  það boðar ekki gott.  Því það er pláss fyrir flokk sem berst fyrir minni ríkisafskiptum, minni forsjárhyggju, lægri sköttum,  meiri valddreifingu og meira frelsi þegnanna. En þarna skiptir rétt nafn mestu máli.  Fólk verður að tengja við nafnið.  Fólk nennir ekki að lesa 300 blaðsíðna stefnuskrár eða setja sig inní djúpar hugmyndafræðipælingar. Enda á ekki að þurfa þess. Flokkur fólksins getur farið fram með einfalt slagorð, Valdið til fólksins.  Það myndi svínvirka fyrir alla róttæklingana sem finna sig ekki í öllu flokkakraðakinu sem nú vill ná völdum.

  1. Beint lýðræði tryggt í nýrri stjórnarskrá.
  2. Löggjöfin endurskoðuð og sniðin að hagsmunum þjóðarinnar. Afnumin verði öll sérhagsmunavarsla og forsjárhyggja sem nú grípur inn í daglegt líf fólks að óþörfu. Fólk verði gert ábyrgt fyrir sínum ákvörðunum, góðum eða slæmum.
  3. Umboð fulltrúa á Alþingi verði takmarkað við daglegan rekstur.  Allar aðrar ákvarðanir verði teknar í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslum
  4. Umboð sveitastjórnamanna verði mjög takmarkað 
  5. Neytendalöggjöf verði stórefld og allt sem flokkast undir samráð, fákeppni, okur , svindl og slæma viðskiptahætti gert refsivert.
  6. Eignaréttur takmarkaður við almannahag. Eignaréttur á landi takmarkaður við atvinnuhagsmuni.  Eignir sem urðu til með óréttmætum hætti gerðar upptækar
  7. Fullveldið tryggt með afgerandi hætti í stjórnarskrá
  8. Atkvæðisréttur og bein aðkoma almennings að ákvörðunum tryggt. Á við stjórnmálaflokka og samtök launafólks (verkalýðsfélög og ASÍ)
  9. Verðtrygging lögð niður og fjármálastarfsemi gerð sjálfbær
  10. Lífeyrissjóðakerfið þjóðnýtt og öllum tryggður sami réttur til lífeyris í gegnum stjórnarskrána. Eignir sjóðanna notaðar til að greiða niður skuldir ríkissjóðs

Svona einfaldur listi er alveg nóg.  Fulltrúarnir eiga ekki að kunna svör við öllum spurningum.  Enda eiga þeir ekki að koma beint að úrlausn vandamála. Fulltrúar fólksins eiga að setja stefnuna en fá fagfólk til að stjórna framkvæmdinni.  þannig tryggjum við betur eftirlitshlutverk kjörinna fulltrúa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar Píratar ná eyrum fólks þá hampa þeir Jóhönnu. "Það er gott að hafa Jóhönnu" er kannski heppilegasta slagorðið fyrir Pírata.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/03/sorgleg_afturfor_i_jafnretti/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband