Athyglisvert

Þegar Össur var ungur maður þá stundaði hann sjómennsku á sumrin. Held hann hafi verið til sjós bæði á Jökli ÞH og Kofra ÍS. Ekki fer miklum sögum af dugnaði hans en meiri af kjafthætti.  Nú þegar hann 40 árum seinna hefur kjaftað sig til æðstu metorða þá kemur í ljós að hann hefur ekkert lært um íslenskan sjávarútveg í gegnum tíðina.

Aflahlutdeild okkar á Íslandsmiðum er í sögulegu lágmarki og hefur verið um langt árabil.  Að bera það á borð að við komum til með halda þeirri hlutdeild þýðir væntanlega að öll frekari aukning á veiðum muni skiptast hlutfallslega milli okkar og annarra strandríkja í ESB ef við göngum inn. Þetta eru vond tíðindi og þetta munum við aldrei geta samþykkt.  Það eru öll skilyrði fyrir hendi til að auka veiðar verulega. 200 þúsund tonna aukning í bolfiski er nauðsynleg til að koma þjóðfélaginu á réttan kjöl eftir óstjórn síðustu áratuga. Sú aukning er ekki til skiptanna og allra síst með auðlindaræningjum ESB.


mbl.is Aflahlutdeild eftir veiðireynslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband