Ég vil Nýkrónu eða ríkisdal

Ekki var ég spurður í þessari könnun Fréttablaðsins enda hef ég lítið álit á gæðum þessara kannana sem þeir eru að birta.  Gæti allt eins trúað að þær væru hreinn tilbúningur.

En fyrst málið er á dagskrá þá finnst mér full ástæða til að taka hugmyndir Lilju Mósesdóttur og Guðmundar Franklín  til alvarlegrar skoðunar og láta hlutlausa erlenda sérfræðinga gera mat á hvort leiðirnar séu raunhæfar. Íslenskir hagfræðingar eru vanhæfir að fjalla um þessar hugmyndir vegna þess að þær koma ekki frá "réttum" aðilum.

Að taka upp evru leysir ekki snjóhengjuna og útgreiðsluna úr bönkunum. Samfylkingin myndi aldrei láta það gerast að skerða eignarétt kröfuhafanna og krónubréfaeigendanna eins og Lilja leggur til.  Álit Seðlabankans skiptir engu í umræðunni.  Már Guðmundsson er efnahagsráðgjafi Jóhönnu og leggur bara það til sem fellur að vilja Jóhönnu um aðild að ESB og upptöku evru.

Aðrar hugmyndir um aðra gjaldmiðla eru of dýrar.  Við eigum ekki handbæra þá 70 milljarða sem þarf til að taka upp dollar eða kanada dollar.  

Og gjaldmiðilsmálið er brýnt að leysa strax.  þess vegna verðum að skoða tillögurnar um Nýkrónuna eða Ríkisdalinn og festa síðan gengi þeirrar myntar við myntkörfu úr evru og dollar.  Ef þetta gengur upp með tilliti til viðskiptahagsmuna og væri gert í samstarfi við AGS þá er þetta besta lausnin. 


mbl.is Meirihlutinn styður krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála það verður að byrja á að leysa snjóhengjuna, ca.800-1000 miljarða, og það verður aldrei gert nema að taka upp nýkrónu eða ríkisdal,og sá gjaldmiðill þarf að tengjast myntkörfu.

Síðan bætast hrægammasjóðirnir við sennilega með 500 miljarða sem vilja komast út sem fyrst, þannig að það sér það hver heilvita maður að ef þjóðin á að borga þetta með skuldsettum gjaldeyri,verður viðvarandi fátækt hér á landi næstu tvo þrjá áratugi.

Maastricht leiðin tekur í það minsta 10 ár að uppfylla,þannig að sú leið er ófær með öllu, enda gerir sú leið ráð fyrir að snjóhengjunni sé breytt í Evrur,og hrægammasjóðirnir fái allt sitt.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 14:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gjaldmiðillinn sem slíkur er ekki vandamálið, eða hvað hann heitir. Vandi krónunnar hvarf ekki við upptöku nýkrónunnar hér um árið, sem núna er orði minna virði en sú gamla. Vandamálið er eilíf afskipti stjórnmálamanna af gjaldmiðlinum. Það tók áratugi fyrir menn að átta sig á tilgangsleysi þess að semja um háar kauphækkanir sem voru jafnharðan teknar af launþegum með gengisfellingu og það áður en þeir fengu hækkunina í hendur.

Ef nota á áfram innlendan gjaldmiðil þarf, eins og þú bendir á, að binda hann við gengi einhvers alþjóðlegs gjaldmiðils og þá með þeim hætti að pólitíkusar geti ekki hróflað við bindingunni að geðþótta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.2.2013 kl. 14:49

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

En kostirnir við nýkrónu eða ríkisdal er að þá er hægt að skilyrða útgreiðslur til hrægammasjóða og eigenda jöklabréfa annaðhvort fjárfesti þeir hér innanlands eða selji kröfurnar með afföllum.  Einnig væri þetta leið til að gera eignakönnun.  þeir sem ættu fé á aflandseyjum yrðu að gera grein fyrir því eða sæta háum sektum ef seinna kemur í ljós að þeir eru að eyða peningum sem þeir hafa ekki gert grein fyrir í gegnum greiðslukort eða fjárfestingar til dæmis.  Menn gætu ekki flutt þetta fjármagn inní landið án þess að gera grein fyrir því.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.2.2013 kl. 15:03

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hættan núna er sú að þeir sem hafa aðgang að "verðmeiri" krónum geta komið af stað þenslu sem við súpum seyðið af í gegnum verðbólgu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.2.2013 kl. 15:05

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eignir íslendinga erlendis koma ekki fram við gljaldmiðilsskipti hér heima nema þær séu geymdar þar í krónum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.2.2013 kl. 15:23

6 Smámynd: Mofi

Mofi, 4.2.2013 kl. 17:03

7 identicon

Hér er athyglisverð frétt:

frettir/innlent/2013/02/05/valdi_beitt_an_roksemda/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 09:42

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er hættan við alræðið Elín. Of mikil völd fela í sér geðþótta ákvarðanir og eftir því sem lengra er frá almenningi til embættismannanna sem framkvæma valdið þá er meiri hætta á spillingu.  Þess vegna vil ég færa valdið aftur til þjóðarinnar og afnema þessa miðstýringu og frekju stjórnmálsatéttarinnar til að ofskammta sér vald. En þetta var auðvitað útúrdúr og ekkert tengt efni færslunnar per se

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.2.2013 kl. 11:31

9 identicon

Skattsvik tengjast krónum og aurum mjög mikið. Þú nefnir einmitt að við höfum ekki peninga handbæra til að taka upp þennan gjaldmiðilinn eða hinn. Hvers vegna er skatturinn að fella niður skattaskuldir útrásarvíkinga? Þurfum við ekki að fá svör við því?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband