8.2.2013 | 15:16
Aldursfasismi og einsleitni
Kristrún Heimisdóttir telur það stjórnmálunum helst til óþurftar að á þingi eru of margir "gamlir" pólitíkusar sem kunna ekki umræðupólitík Ingibjargar Sólrúnar. Þetta er púra aldursfasismi. Sama hugmyndafræðin og ríkir meðal verðbréfaguttanna og fjárglæframannanna sem settu Ísland á hausinn. Vandamálið liggur ekki í aldri og lausnin er ekki að láta einsleitan hóp thirty something kalla stjórna íslandi. Bjarni Ben, Sigmundur Davíð, Árni Páll, Þór Saari, Sigurjón Þórðarson, Magnús Orri, Guðmundur Franklín og Smári McGarthy eru allir á milli þrítugs og fertugs, hafa stundað háskólanám og tilheyra svipuðum eða sama þjóðfélagshópi. Þetta fólk er tiltölulega reynslulítið þegar kemur að þjóðfélagsmálum. Það er margt uppalið af flokkum og heldur að pólitík snúist um völd. Það er ekkert að breytast.
Ég held að við séum á rangri braut. Þjóðin er að eldast en áhrif eldri borgara minnka sífellt. Samt er þetta fólkið sem býr yfir mestu reynslunni og er búið að skila sínu í að ala upp börnin og hefur ekki sömu ambitionir og yngra fólkið varðandi "upphefð og frama"! Þetta er fólkið sem við þurfum á þing. Við þurfum þroskaða einstaklinga sem hafa sem breiðasta menntun og reynslu. Við þurfum ekki þessa lögfræðinga eða kvenfrelsiskerlingar með ba gráðurnar. Við þurfum fólk sem er tilbúið að gera þjóðfélagið betra fyrir alla en ekki bara suma. Við þurfum fólk sem hefur trú á okkar þjóð og vill byggja upp gott líf á okkar eigin forsendum en ekki með sjóðasukki Evrópusambandsins.
Við eigum allt sem þarf nema pólitíkusa til að hafa forystu. Þeir hafa enn ekki kvatt sér hljóðs í öllu þessu umbroti sem hefur orðið í þjóðfélaginu undanfarin 4 ár.
Kannski að Egill Helgason vindi sér í að leita að fólki sem getur í staðinn fyrir fólk sem bara vill en getur ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.