I told you so

Þetta skrifaði ég 17.janúar s.l http://johanneslaxdal.blog.is/admin/blog/?entry_id=1277463

Stjórnin mun ekki leggja fram stjórnarskrárfrumvarpið

Það var þjóðin sem vildi nýja stjórnarskrá. Ekki Jóhanna og alls ekki Steingrímur

Í stjórnarsáttmálanum er aðeins minnst á endurskoðun á lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur og persónukjör. Annað er þar ekki að finna um breytingar sem falla undir stjórnskipunina. Breytingarnar á ráðuneytunum falla undir stjórnsýslubreytingar og þarfnast engra stoða umfram það sem þegar er kveðið á um í stjórnarskrá lýðveldisins frá 1944. Hins vegar þurfti að gera breytingar á stjórnarskránni til að heimila fullveldisframsalið ef áform aðildarsinna hefðu ræzt. Núna hefur þeim áformum verið frestað og ekkert lengur sem knýr á um samþykkt stjórnlagafrumvarpsins.

Annað sem styður þessa kenningu eru hörð viðbrögð elítunnar og forsetans gegn nýju stjórnarskránni. Þar er afl sem Jóhanna kærir sig ekki um að fara gegn nú þegar hún er að hætta afskiptum af pólitík. Því þótt stjórnin gæti hugsanlega náð því að afgreiða frumvarpið þá myndu andstæðingar þess ekki gefast upp heldur safna undirskriftum og knýja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeirri kröfu gæti forsetinn ekki hafnað og þar sem stjórnin gæti ekki tekið sénsinn á að lögin yrðu felld þá myndu þau draga það til baka. Þetta er búið að teikna upp og þess vegna verða engar breytingar gerðar á stjórnarskránni. Það er kalt mat. Enda kannski bezt. Það eru breytingar á kvótakerfinu sem mestu máli skipta í dag. Nú þegar ESB umsóknin og stjórnarskrármálið er tapað þá neyðist stjórnin til að standa við fyrirheit um innköllun aflaheimilda og raunverulega kerfisbreytingu á fiskveiðistjórnuninni. Annað er óhugsandi. Annars verður hennar minnst sem þeirrar stjórnar sem lofaði mestu og sveik mest.


mbl.is Ekki ný stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Allt virðist komið fram sem ég spáði nema að kvótafrumvarpið er líka svikafrumvarp sem stjórnarflokkarnir munu láta sofna í nefnd á milli annarrar og þriðju umræðu. Og með þessi svik á bakinu ætla þessir 2 flokkar í kosningar.  Er það ekki hámark ósvífninnar?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.2.2013 kl. 21:25

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég trúði af öllu hjarta á þetta ásamt 520 manneskjum (aðeins 1 var svikari) og mér finnst ég og mínir nánustu viðnir vera fífl á þessari stundu. Ekki bara Sjálfstæðingsfokksvinir, heldur einnig Samfylking og VG!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.2.2013 kl. 22:01

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Af hverju tókst þú sjálfur ekki þátt? Þetta hefur verið afar lyðræðislegt á alla mátu frá byrjun?

í alvöru?

ekki áróður, bara einfallt svar

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.2.2013 kl. 22:12

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú getur líklega huggað þig við það að kjánatilfinningin sem þú lýsir er varla neitt í samanburði það hvernig þeim hlýtur að líða sem trúðu því að það væri skynsamlegt að borga Icesave eða bjarga bönkunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.2.2013 kl. 02:34

5 identicon

Það átti enginn von á neinu frá þessari stjórn sem var mestanpart hrunstjórn. Það eru litlu leppframboðin sem fá hroðalegustu útreiðina. Þessi sem halda lífi í þessum óskapnaði. Það er sama hvað þau skipta oft um kennitölu úr þessu. Út með ruslið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 10:43

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Anna ég tók þátt í vinnunni við stjórnarskrána með ótal pistlum hér á mínu bloggi auk þess sem ég sendi inn athugasemdir á meðan ráðið starfaði. 
Guðmundur ég held að þeir sem vildu samning um icesave skammist sín ekkert.
Elín, þvert á móti þá var fullt af fólki sem bjóst við miklu og studdi þessa stjórn út á þá trú.  Þetta fólk varð fyrir mestu vonbrigðunum. Undirritaður þar með

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.2.2013 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband