9.2.2013 | 14:29
Þingið er vanhæft til að fjalla um stjórnarskrána
Birgitta sagði Alþingi vanhæft. Því er ég algerlega sammála. Ekki bara í stjórnarskrármálinu heldur í öllum málum. En sérstaklega í öllu sem snýr að umbótum á stjórnarskránni. Og ástæðan er einfaldlega vanhæfi samkvæmt skilgreiningu á vanhæfisreglunni. Þar sem Stjórnarskráin fjallar um stjórnskipunina og framkvæmd hennar þá er það mjög óeðlilegt að ein af þrem stoðum ríkisvaldsins skuli ein ráða öllu sem viðkemur þessum grundvallarlögum lýðveldisins. Og þar sem framkvæmdavaldið hefur löggjafarvaldið í vasanum þá hljóta menn að sjá að taka verður þennan kaleik frá Alþingi að fjalla um breytingar á stjórnaraskránni.
Í ljósi alls vandræðagangsins sem verið hefur á þessu máli þá finnst mér aðeins ein leið vera til sátta og hún er að breyta 79. grein stjórnarskrárinnar og 80. grein einnig
79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi
og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju.
Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði
allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg
Ný grein hljóði svona:
79.gr
Þjóðin er stjórnarskrágjafinn. þess vegna skal samhliða öllum Alþingiskosningum fara fram kjör á fulltrúum til setu á stjórnlagaþingi. Stjórnlagaþing skal samkvæmt nánari ákvæðum í lögum fjalla um allar óskir sem fram koma á fyrirfram ákveðinn hátt, um breytingar eða viðbætur við stjórnarskrána. Alþingi skal ekki fjalla um breytingar á stjórnarskránni
80.gr
Allar samþykktir um breytingar eða viðbætur sem koma frá stjórnlagaþingi skulu fara í allsherjar kynningu í 2 mánuði hið minnsta og að þeim tíma liðnum skal fara fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um allar breytingar. Ef breytingarnar hljóta samþykki meirihluta kosningabærra manna þá öðlast þærgildi. En ef þáttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu nær ekki 50% af atkvæðisbærum mönnum þá er atkvæðagreiðslan ógild.
Þetta er eina leiðin til að frelsa stjórnarskrána úr gíslingu Alþingis
Ákvörðunin ekki tekin í mínum flokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnarskrármálið | Breytt s.d. kl. 17:25 | Facebook
Athugasemdir
Til að auðvelda yfirsýn þá hef ég búið til nýjan færsluflokk, stjórnarskrármálið og sett undir hann alla pistla sem ég fann um þetta hugðarefni mitt. Sjá stikuna til vinstri
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.2.2013 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.