Hallgrímur og þjóðin

Í gær var haldinn útifundur á Ingólsstræti.  Ég var þar, Hörður Torfa og Illugi Jökuls og fáeinir aðrir. En þjóðin lét ekki sjá sig. Þjóðin hefur greinilega engan áhuga á nýrri stjórnarskrá. Enda veit enginn hver þessi þjóð er eða hvar hún er. Kannski var hér aldrei nein þjóð.

-------
Ræða í bundnu máli flutt af Þjóðskáldinu H.Helgasyni

Hverjir eru þjóðin?
Ekki ég?
Hverjir eru þjóðin?
Er hún treg?
Hverjir eru þjóðin?
Hvað er að ske?

Hverjir eru þjóðin?
Ekki við?

Hverjir eru þjóðin?

Annað lið?

Hverjir eru þjóðin?

Alþingið?

Hverjir eru þjóðin?
Ég og þú?

Hverjir eru þjóðin?
Von og trú?
Hverjir eru þjóðin?
LÍÚ?

Hverjir eru þjóðin?

Ekki við?
Hverjir eru þjóðin?
Annað lið?
Hverjir eru þjóðin?
Barn í kvið?

Já, hverjir eru þjóðin?

Pabbi þinn?
Hverjir eru þjóðin?
Flokkurinn?
Hverjir eru þjóðin?
Forsetinn?

Hverjir eru þjóðin?

Þúsund ár?
Hverjir eru þjóðin?
Þorsteinn Már?
Hverjir eru þjóðin?
Nárinn blár?

Hverjir eru þjóðin?

Fólkið hér?
Hverjir eru þjóðin?
Oss og vér?
Hverjir eru þjóðin?
Bráðið smér?

Hverjir eru þjóðin?

Það er hún.

Hallgrímur Helgason á útifundi Radda Fólksins 9.febrúar 2013.

---------------------------------------------------------------------------------------

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sérðu ekki þjóðina ef hún svarar ekki kalli Harðar, Illuga og Hallgríms? Það er jafnmikil eftirspurn eftir málpípum stjórnarinnar og stjórninni sjálfri.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband