Aumingjaskapurinn í Árna Finnssyni

Árni Finnsson er búinn að vera helsti talsmaður náttúruverndar svo lengi sem gamlir menn muna. En nú ber svo við að í fyrsta skipti sem hér verður stórfellt umhverfisslys og náttúrumengun þá þegir þessi talsmaður þunnu hljóði!  Er skýringin sú að hann er í sama stjórnmálaflokki og umhverfisráðherra eða finnst honum málið ekki koma sér við?  Er ég sá eini sem finnst málið vera það alvarlegt að réttmætt sé að krefjast afsagnar umhverfisráðherra?  Ef umhverfivitund Árna Finnssonar er háð því hvaða strjórnmálaflokkur er í stjórn þá þarf að skipta um þennan talsmann strax á morgun. Enda er umhverfisvernd allt annað en sú friðunar helstefna sem Árni Finnsson berst fyrir í sínu starfi. Burt með landráðamanninn Árna Finnsson sem fór í Bandaríska sendiráðið og bað þá um að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum í sambandi við hvalveiðarnar og burt með Svandísi Svavarsdóttur sem lætur eins og grútarmengun á við 50000 tonna olíuslys komi sér ekki við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband