10.2.2013 | 22:03
Hvað er í lagi að margir deyi Ólína?
Ólína Þorvarðardóttir telur heilbrigðiskerfi okkar ennþá sterkt. Þrátt fyrir að fólkið sem vinnur í kerfinu sé á öðru máli. Það var vitað að heilbrigðiskerfið þyldi niðurskurð og samdrátt í 2 ár hámark. Nú er búið að rústa kerfinu endanlega með áframhaldandi niðurskurði sem hefur bitnað á öllum þáttum rekstrarins. Mannahaldi, lyfjakostnaði, viðhaldi fasteigna og ekki síst vinnumóralnum meðal starfsmanna. Þessu áttar Ólína sig ekki á. Kannski hefur hún ekki þurft að sækja sér þjónustu nýlega á spítala eða að hún hyggst notfæra sér erlenda læknisþjónustu á kostnað íslenskra skattborgara. Hvort heldur sem er þá ber hún ábyrgð á því ásamt sínum ráðherra, Guðbjarti Hannessyni, að hér er þjóðfélag í rúst og heilbrigðiskerfi í molum. Þetta er afrek norrænu velferðarstjórnarinnar. Guð hjálpi Íslendingum að hafa kosið þessa aumingja til valda. Meira að segja sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki getað staðið sig verr. Nú þurfa Guðbjartur og Ólína að axla þá ábyrgð að sérhvert ótímabært dauðsfall á Landsspítalanum er á þeirra ábyrgð en ekki undirmannaðs og illa tækjum búins sjúkrahúss. Rannsókn landlæknis á því að beinast að ríkisstjórninni og þeim flokkum sem stutt hafa helstefnu ríkisstjórnarinnar næst þegar sjúklingur deyr í umsjá spítalans. Ég er sjálfur að fara í aðgerð í mars og ég er kvíðinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.